Öllum flokkum
20. janúar 2025
Upplýsandi formannafundur HSK
Betra er að vera búinn að skrá félagið á Almannaheillaskrá Skattsins. Það eykur líkurnar á stuðningi, að sögn Helga S. Haraldssonar, varaformanns Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK). Hann var með erindi um málið á formannafundi HSK.
20. janúar 2025
Sigríður Inga: Sér aukið samstarf á milli íþróttahéraða
Sigríður Inga Viggósdóttir er í hópi sextán svæðisfulltrúa íþróttahéraðanna sem tóku til starfa á síðasta ári. Hún vinnur á Norðurlandi eystra og horfir til þess að aukið samstarf skili sér í betri íþróttahreyfingu.
16. janúar 2025
Streymt beint frá ráðstefnu um afreksmál
Uppselt er í sæti á hina æsispennandi ráðstefnu „Minna eða meira afreks?“ sem fram fer í Háskólanum í Reykjavík 22. janúar. Ráðstefnan einblínir á snemmtæka afreksvæðingu í íþróttum barna og ungmenna og áhrif hennar á ungt fólk.
16. janúar 2025
Kristján er nýr svæðisfulltrúi íþróttahéraða
„Ég er fullur tilhlökkunar,“ segir Kristján Sturluson, sem hefur verið ráðinn í starf svæðisfulltrúa íþróttahéraða á Norðurlandi eystra. Kristján tekur við starfinu af Hansínu Þóru Gunnarsdóttur, sem um leið færir sig yfir á svæðisstöð höfuðborgarsvæðisins.
15. janúar 2025
Ræddu um áskoranir í íþróttastarfi í Múlaþingi
Forsvarsfólk UMFÍ og Múlaþings fundaði í síðustu viku um ýmis atriði tengd íþróttastarfi og áskoranir. Þar á meðal um ferðakostnað innan svæðis, flugferðir, íþróttastarf iðkenda með fötlun og ungmenni og margt fleira.
15. janúar 2025
Börnin læra að takast á við sigra og áföll
Stór hópur starfsfólks svæðisstöðva íþróttahéraðanna fór ásamt fleirum í fræðsluferð til frænda okkar í Danmörku í lok nóvember í fyrra. Þar fékk hópurinn dýrmæta fræðslu um íþróttir iðkenda með fötlun.
15. janúar 2025
Danir bjóða fimleikafólki á Landsmót DGI
Norrænu fimleikafólki stendur til boða að taka þátt í Landsmóti DGI í Danmörku, sem fram fer í Vejle í sumar. Það eru samtökin sem standa að mótinu sem bjóða áhugasömum fimleikasamtökum á Norðurlöndunum að vera með.
13. janúar 2025
UMSE leitar að framkvæmdastjóra
Ungmennasamband Eyjafjarðar (UMSE) óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra í 50% starf. Sambandssvæði UMSE á Eyjafjarðarsvæðinu og eruð aðildarfélög þess fjórtán í fimm sveitarfélögum, þar á meðal félög í Dalvíkurbyggð, inni í Hrafnagili og víðar.
13. janúar 2025
Íþróttahéruð skora á stjórnvöld í skattamálum
Forsvarsfólk íþróttafélaga á höfuðborgarsvæðinu skorar á stjórnvöld að eiga í uppbyggilegu samtali við félögin í landinu um starfsumhverfi þeirra með ófyrirséðum afleiðingum fyrir barna- og unglingastarf í landinu sem og íþróttalíf almennt.