Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

19. febrúar 2025

Ræddu leiðir til að styrkja íþróttastarfið

„Vinnustofurnar í gær voru vel sóttar og umræðurnar líflegar,“ segir Björg Ásta Þórðardóttir, svæðisfulltrúi á höfuðborgarsvæðinu um fund með fulltrúum íþróttafélaga á höfuðborgarsvæðinu þar sem ræddar voru leiðir til að styrkja starfið.

17. febrúar 2025

Hjólastólakörfubolti sló í gegn í Kringlunni

Mikill fjöldi fólks fylgdist með kynningu á hjólastólakörfubolta í Kringlunni á laugardag. Bæði var tilefnið að æfingar eru hafnar í hjólastólakörfubolta fyrir börn með fötlun hjá Fjölni og ÍR.

13. febrúar 2025

Ljómandi spenningur fyrir Landsmóti UMFÍ 50+

„Það er ljómandi spenningur fyrir landsmótinu í sveitarfélaginu og allir orðnir spenntir enda er þetta fyrsti viðburðurinn sem við hjá UÍF stöndum fyrir,“ segir Óskar Þórðarson, formaður Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar (UÍF).

11. febrúar 2025

Undirbúningur fyrir aðalfundi og ársþing

Að mörgu er að hyggja í aðdraganda árlegra funda félaga. Á vorin ganga í garð aðalfundir og ársþing íþróttahéraða landsins og aðildarfélaga þeirra. Gott er að hafa eitt og annað í huga þegar kemur að skipulagningu viðburðanna.

11. febrúar 2025

Muna eftir endurnýjun

UMFÍ minnir forsvarsfólk félaga á endurnýjun skráningar á Almannaheillaskrá Skattsins fyrir árið 2025. Endurnýja skal skráningu á almannaheillaskrá árlega fyrir eigi síðar en 15. febrúar ár hvert.

11. febrúar 2025

Leiðirnar gegn óæskilegri hegðun í íþróttum

Mikilvægt er að í íþróttahreyfingunni sé stuðlað að því að starfsemin fari fram í öruggu umhverfi og að öllum sem að starfinu koma líði vel og dafni. Ef atvik koma upp á eiga allir að geta leitað aðstoðar, án þess að óttast afleiðingar.

10. febrúar 2025

Landsmót UMFÍ 50+ í Eyjafjarðarsveit 2026

Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Hrafnagilshverfi í Eyjafirði sumarið 2026, samkvæmt ákvörðun stjórnar UMFÍ. Ákvörðunin byggir á tillögu Móta- og viðburðanefndar. 

10. febrúar 2025

Ráðherra gerir samning við ÍF til eins árs

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, undirritaði í dag samning um áframhaldandi stuðning stjórnvalda við Íþróttasamband fatlaðra ásamt Þórði Árna Hjaltested, formanni Íþróttasambands fatlaðra.

10. febrúar 2025

Styrkjum fjölgar mikið milli missera

„Nær allir nemendurnir sem sækja um styrki hjá okkur segja dvöl í lýðháskóla hafa verið bestu ákvörðun lífs síns,“ segir Ragnheiður Sigurðardóttir, verkefnastjóri hjá UMFÍ. Umsóknum um styrki til náms í lýðháskólum fjölgaði mikið á milli ára.