Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

30. maí 2024

Blue Car Rental bakhjarl Landsmóts UMFÍ 50+

„Styrkur við mótið markar tímamót því þetta er í fyrsta skiptið sem við styrkjum viðburð í Vogunum,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Blue Car Rental. Fyrirtækið er einn af styrktaraðilum Landsmóts UMFÍ 50+.

30. maí 2024

Skilafrestur rennur upp á morgun!

Frestur til að skila starfsskýrslum rennur út á morgun, föstudaginn 31. maí. ÍSÍ og UMFÍ hvetja alla til að endurskoða félagaskrár sínar og yfirfara vel svo upplýsingar í nýja kerfinu svo allar upplýsingar verði réttar.

29. maí 2024

ÍRB sækir um aðild að UMFÍ

„Við fögnum samstarfinu við UMFÍ,“ segir Rúnar V. Arnarson, formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar (ÍBR). Samþykkt var á ársþingi bandalagsins í byrjun vikunnar að sækja um aðild að UMFÍ. Aðeins eitt bandalag stendur nú utan UMFÍ.

27. maí 2024

Umsóknir um styrki í þágu farsældar barna

Mennta- og barnamálaráðherra auglýsir eftir umsóknum um styrki frá íslenskum félagasamtökum til verkefna sem varða farsæld og samfélagslega virkni barna og fjölskyldur.

22. maí 2024

Mótsgestir fá sértilboð í gistingu

Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Vogum á Vatnsleysuströnd dagana 6. - 9. júní næstkomandi. Hótel Vellir í Hafnarfirði bjóða mótsgestum upp á tilboð á sérkjörum. Stutt er í aðra gistingu í Vogum.

21. maí 2024

Eldhress Skinfaxi kominn út!

Nýjasta tölublað Skinfaxa er komið út. Þema blaðsins er heilsuefling fólks yfir miðjum aldri. Eldri borgarar hjá Hamri í Hveragerði eru heimsóttir, rætt við Flemming Jessenum Landsmót UMFÍ 50+ og Ásmund Einar um svæðastöðvar og farsældarlög.

20. maí 2024

„Hlaupin gefa mér mikið“

Hugrún Árnadóttir er á meðal elstu meðlima í skokkhópi Hauka í Hafnarfirði. Hún var tæplega sextug þegar hún byrjaði að hlaupa. Hugrún segir hlaupin hafa gefið sér mikið. Hún ræðir um þau í nýjasta tölublaði Skinfaxa.

16. maí 2024

Íþróttahreyfingin í framlínu farsældar

Bjarney Bjarney Láru Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri UMSB, Guðmunda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ÍA, og Gunnhildur Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri HSH), voru á meðal framlínufólks á Farsældardeginum í Borgarnesi í dag.

15. maí 2024

Nýir stjórnendur í hreyfingunni

Einar Ingi Hrafnsson var í upphafi mánaðar ráðinn framkvæmdastjóri Aftureldingar og Jens Sigurðsson tekur við í haust sem framkvæmdastjóri Tennis- og Badmintonsfélags Reykjavíkur (TBR).