Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

19. janúar 2019

Íþrótta- og ungmennafélög í Kópavogi saman yfir súrmat og sviðakjömmum

UMSK bauð nýverið stjórnendum úr forystusveit aðildarfélaga til Manchester í Bretlandi til að kynna sér íþrótta- og tómstundastarfið í borginni. Sameiginlegar ferðir auka samstarf félaganna. Næsta stóra verkefnið er þorrablótið síðar í mánuðinum. Löngu er uppselt á blótið.

17. janúar 2019

Hvernig eiga samskipti að vera í íþrótta- og æskulýðsstarfi?

Góð mannleg samskipti eru yfirleitt talin einkennast af gagnkvæmri virðingu, trausti, skilningi, góðri hlustun, einlægni, þolinmæði, samkennd og sveigjanleika, skrifar Sema Erla, framkvæmdastýra Æskulýðsvettvangsins, um samskipti í íþrótta- og æskulýðsstarfi.

17. janúar 2019

Dagskráin klár fyrir ráðstefnuna: „Eru íþróttir leikvangur ofbeldis?

Dagskráin er nú klár fyrir ráðstefnuna „Eru íþróttir leikvangur ofbeldis?“ sem haldin verður í Háskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 30. janúar. Fjöldi innlendra og erlendra fyrirlesara ræða málin. Þetta er ótrúlega gagnleg ráðstefna fyrir alla í ungmenna- og íþróttahreyfingunni.

15. janúar 2019

Bjarney ráðin yfirþjálfari Íþróttaskóla HSV

„Héraðssamband Vestfirðinga hefur verið að gera frábæra hluti og uppbyggingin í íþróttastarfinu er góð. Það heillaði mig. Þetta er virkilega spennandi starf,“ segir Bjarney Gunnarsdóttir, sem hefur verið ráðin yfirþjálfari Íþróttaskóla HSV.

15. janúar 2019

Auður Inga sæmd gullmerki Fimleikasambands Íslands

Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, var á uppskeruhátíð Fimleikasambands Íslands í síðustu viku sæmd gullmerki.

14. janúar 2019

Skinfaxi er stútfullur af spennandi efni

Fjórða og síðasta tölublað Skinfaxa, tímarit UMFÍ, á árinu 2018 kom úr prentun á milli jóla og nýárs og ætti að vera komið til allra áskrifenda og sambandsaðila. Blaðið er eins og alltaf stútfullt af fræðandi og skemmtilegu efni fyrir lesendur og stjórnendur innan ungmennafélagshreyfingarinnar.

04. janúar 2019

Eru íþróttir leikvangur ofbeldis?

Í tengslum við RIG 2019 standa ÍBR, ÍSÍ, Reykjavíkurborg, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Háskólinn í Reykjavík og UMFÍ fyrir ráðstefnu og málstofu um íþróttir og ofbeldi. Lilja Alfreðsdóttir setur ráðstefnuna. Þar verður fjöldi innlendra og erlendra fyrirlesara með athyglisverð erindi um málið.

03. janúar 2019

Heiðrún Fjóla og Bjarni Darri efst á blaði hjá UMFN

Júdófólk átti góðu gengi að fagna við val á Íþróttakonu og Íþróttamannsi ársins hjá Ungmennafélagi Njarðvíkur um jólin. Heiðrún Fjóla Pálsdóttir er Íþróttakona UMFN en Bjarni Darri Sigfússon Íþróttamaður UMFN.

03. janúar 2019

Gott að leyfa fólki að koma og prófa nýjar greinar

Kristján G. Sigurðsson hjá bogfimideild Skotíþróttafélags Ísafjarðar segir það skipta miklu fyrir uppgang deildarinnar að leyfa fólki að koma og prófa. Skotíþróttafélagið hlaut á dögunum hvatningarverðlaun Ísafjarðarbæjar 2018 og var áherslan á öflugt starf bogfimideildarinnar.