Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

24. júlí 2018

Einar og Helgi ætla að keppa í mörgum greinum

„Við höfum farið á Unglingalandsmót UMFÍ í fimm ár og höfum alltaf verið þar með vinum okkar. Þar er gaman og stemning á tjaldstæðinu og kvöldvökunum,“ segir Helgi Hrannar Briem sem hefur skráð sig í fjölda greina með tvíburabróður sínum Einari Andra. Þeir verða báðir fimmtán ára síðar á árinu.

23. júlí 2018

Foreldrarnir til fyrirmyndar á Unglingalandsmótum UMFÍ

For­eldr­ar þátt­tak­enda á Ung­linga­lands­mót­inu hafa verið virk­ir í gegnum tíðina og marg­ir til­bún­ir til að leggja hönd á plóg. Margir foreldrar ganga meira að segja í þau störf sem þarf að sinna. Það gerðu þeir Ívar Ingimarsson og Guðgeir Sigurjónsson á Egilstöðum í fyrra.

20. júlí 2018

Hafa mætt á Unglingalandsmót UMFÍ 12 ár í röð

Hjónin Falur Harðarson og Margrét Sturlaugsdóttir eiga tólf ára dóttur sem hefur mætt á hvert einasta Unglingalandsmót UMFÍ frá fyrsta ári. Hún stefnir á að bæta því þrettánda við um verslunarmannahelgina í Þorlákshöfn.

19. júlí 2018

Kökuskreytingar og fleiri spennandi greinar á Unglingalandsmóti UMFÍ í Þorlákshöfn

„Það er meiri fjölbreytni á Unglingalandsmótinu nú í Þorlákshöfn en nokkru sinni. Það veitir öllum þátttakendum tækifæri til að prófa fullt af spennandi greinum. Á meðal nýjunga eru greinar sem gera allri fjölskyldunni kleift að keppa saman,“ segir Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri mótsins.

16. júlí 2018

Annað tölublað Skinfaxa 2018 komið út

Nýjasta tölublað Skinfaxa, tímarits UMFÍ, er komið út. Blaðið er í dreifingu til áskrifenda og sambandsaðila UMFÍ um allt land. Forsíðu blaðsins prýðir Róbert Khorchai, frjálsíþróttamaður úr ungmennafélaginu Þór í Þorlákshöfn. Unglingalandsmót UMFÍ verður einmitt haldið þar um verslunarmannahelgina.

15. júlí 2018

Síðasti dagurinn á Landsmótshelginni

Síðasti dagur Landsmótsins er runninn upp. Þetta hefur verið frábær helgi og vonandi enginn látið rigninguna trufla sig. Gærdagurinn var alveg frábær.

15. júlí 2018

Hér er hægt að nálgast úrslit úr mörgum greinum

Ásthildur Einarsdóttir jurtalæknir tók sig vel út með bogann í keppni í bogfimi í gær. Þetta var í fyrsta sinn sem hún mundaði boga. Það skiptir öllu máli að vera með því hún lenti í 2. sæti í kvennaflokki. Úrslit úr ýmsum greinum er að finna á úrslitasíðu Landsmótsins.

15. júlí 2018

Margir tóku þátt í íþróttum í fyrsta sinn á Landsmótinu

„Landsmótið á Sauðárkróki var sannkölluð íþróttaveisla. Við tókum stóra ákvörðun um að breyta Landsmótinu sem hafði verið haldið í meira en 100 ár í nánast óbreyttu formi. Það var frábært að sjá og heyra viðbrögð fólks við breytingunni, “ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ.

14. júlí 2018

Fólk bætir sig á Landsmótinu og samfélagið um leið

„Mikilvægt er að fá sem flesta til að hreyfa sig reglulega og hægt og bítandi að fjölga þeim einstkalingum sem gera það, þeim sjálfum og samfélaginu til hagsbóta,“ segir Haukur Valtýsson, formaður Ungmennafélags Íslands (UMFÍ). Þátttakendur í bænum eru á annað þúsund.