Öllum flokkum
15. júlí 2018
Hér er hægt að nálgast úrslit úr mörgum greinum
Ásthildur Einarsdóttir jurtalæknir tók sig vel út með bogann í keppni í bogfimi í gær. Þetta var í fyrsta sinn sem hún mundaði boga. Það skiptir öllu máli að vera með því hún lenti í 2. sæti í kvennaflokki. Úrslit úr ýmsum greinum er að finna á úrslitasíðu Landsmótsins.
15. júlí 2018
Margir tóku þátt í íþróttum í fyrsta sinn á Landsmótinu
„Landsmótið á Sauðárkróki var sannkölluð íþróttaveisla. Við tókum stóra ákvörðun um að breyta Landsmótinu sem hafði verið haldið í meira en 100 ár í nánast óbreyttu formi. Það var frábært að sjá og heyra viðbrögð fólks við breytingunni, “ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ.
14. júlí 2018
Fólk bætir sig á Landsmótinu og samfélagið um leið
„Mikilvægt er að fá sem flesta til að hreyfa sig reglulega og hægt og bítandi að fjölga þeim einstkalingum sem gera það, þeim sjálfum og samfélaginu til hagsbóta,“ segir Haukur Valtýsson, formaður Ungmennafélags Íslands (UMFÍ). Þátttakendur í bænum eru á annað þúsund.
14. júlí 2018
Fjölskyldan keppir öll á Landsmótinu
Eyjólfur og Ingibjörg og dóttir þeirra Ragnheiður skelltu sér saman í 65 kílómetra götuhjólreiðar á Landsmótinu á Sauðárkróki í dag. Þau hafa hjólað saman síðan síðastliðin tvö ár. Þeim finnst upplagt að blanda saman útilegu og íþróttum á Landsmótinu.
13. júlí 2018
Mikið um að vera á fyrsta degi Landsmótsins
Sauðárkrókur hefur verið undirlagður Landsmótinu í dag. Bærinn tók að fyllast af fólki strax í gær á fyrsta degi mótsins. Mótið verður sett með húllumhæi í Aðalgötunni á Sauðárkróki síðdegis í dag og verður grillveisla fram á kvöld.
12. júlí 2018
Leiðbeiningar fyrir Landsmóts-appið
Greiðslumiðlun í samstarfi við UMFÍ hefur útbúið app fyrir síma sem við hvetjum alla til að nýta sér á Landsmótinu. Í appinu er að finna yfirlit yfir alla viðburði mótsins. Appið gerir Landsmótið enn skemmtilegra.
12. júlí 2018
Hægt að skrá sig í götuhjólreiðar þar til seint á föstudagskvöld
Vakin er athygli á því að opið er fyrir skráningu í götuhjólreiðar á Landsmótinu til klukkan 19:00 á föstudagskvöld. Þeir sem ná því ekki geta haft samband við Maríu Sæmundsdóttur, sérgreinarstjóra í götuhjólreiðum.
11. júlí 2018
Páll Óskar: Stanslaus sviti og stuð á Pallaballi á Króknum
„Þetta verður pásulaus aerobic-tími í fjórar klukkustundir. Ólýsanleg smitandi gleði og stemning þar sem allir munu syngja með,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem verður í aðalhlutverki á Pallaballi á Landsmótinu á Sauðarkróki á laugardag. Hann segir Pallaballið verða stanslaust stuð inn í nóttina.
11. júlí 2018
Landsmótstjaldið komið upp á Sauðárkróki
„Við erum að ganga frá því síðasta. Margir eru búnir að koma á skrifstofuna til okkar að skrá sig og eru að undirbúa morgundaginn,“ segir Pálína Ósk Hraundal, einn af tveimur verkefnastjórum Landsmótsins. Mótið hefst í dag með þriggja tinda göngu. Fólk þarf að skrá sig í gönguna.