Öllum flokkum
25. júní 2018
Sigríður segir allt að verða klárt fyrir Landsmótið á Sauðárkróki
„Við vorum að taka nýja gervigrasið á fótboltavellinum í notkun og erum að gera fleira klárt,“ segir Sigríður Svavarsdóttir, formaður framkvæmdanefndar Landsmótsins sem vinnur að því þessa dagana að undirbúa Landsmótið á Sauðárkróki 12. - 15. júlí.
22. júní 2018
UMFÍ veitti Andreu og Ingu Rakel verðlaun
Þær Andrea Dögg Kjartansdóttir og Inga Rakel Ísaksdóttir sem eru að útskrifast úr íþróttakennara- og íþróttafræðinámi á Laugarvatni hlutu sérstök verðlaun frá Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ) í kvöld. Þær eru í síðasta árganginum sem útskrifast sem íþrótta- og heilsufræðingar frá Laugarvatni.
21. júní 2018
Garðar er verkefnastjóri Unglingalandsmótsins í Þorlákshöfn
„Við erum klár fyrir Unglingalandsmót í Þorlákshöfn og erum að ljúka við skipulagningu skemmtidagskrárinnar,“ segir íþróttafræðingurinn Garðar Geirfinnsson, sem nýverið tók til starfa sem verkefnastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið verður í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina.
21. júní 2018
Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ
Nú er búið að opna fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Umsóknarfrestur er til 1. október nk.
20. júní 2018
Segir biathlon geta nýst til að hvetja til hreyfingar
„Við ætlum að nýta biathlon til að hvetja ákveðna hópa til hreyfingar. Greinin höfðar sérstaklega vel til unglinga. Hún býður nefnilega upp á svo margt. Það má sem dæmi blanda þar saman fjallahjólreiðum og skotfimi,“ segir Valdimar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK).
19. júní 2018
Sigurður ætlar að prófa margar nýjar greinar á Landsmótinu
„Ég er búinn að skrá mig í götuhjólreiðar, bogfimi og götuhlaup á Landsmótinu á Sauðárkróki. En svo ætla ég í sjósund því ég hef ekki prófað það áður. Mig langar líka til að prófa biathlon,“ segir Skagfirðingurinn Sigurður Ingi Ragnarsson.
13. júní 2018
Námslína fyrir stjórnendur í þriðja geiranum aftur í boði í haust
Opni háskólinn í Háskólanum í Reykjavík býður á ný upp á námslínuna Stjórnendur í þriðja geiranum – frjáls félagasamtök og sjálfseignastofnanir. Boðið var upp á námslínuna í fyrsta sinn í fyrrahaust. Ragnheiður Sigurðardóttir, landsfulltrúi UMFÍ, segir námið afar gagnlegt.
11. júní 2018
Keppt í sumarbiathloni í fyrsta sinn á Íslandi
„Það hefur aldrei verið keppt áður í þessari grein á Íslandi. En hún er frábær og mikilvægt að kynna hana fyrir fólki sem hefur gaman af íþróttum,“ segir Valdimar Gunnarsson, framkvæmdastjóri UMSK. UMSK stendur fyrir kynningu á greininni alla miðvikudaga fram að Landsmótinu í júlí.
07. júní 2018
Pálína Ósk ráðin verkefnastjóri Landsmótsins á Sauðárkróki
„Landsmótið leggst heldur betur vel í mig. Það er mikil stemning hjá heimamönnum og virkilega gaman að vinna með svona fjölbreytta og skemmtilega dagskrá,“ segir Pálína Ósk Hraundal. Hún hefur verið ráðin einn af tveimur verkefnastjórum Landsmótsins sem verður í júlí.