Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

01. apríl 2018

Nú getur þú skráð þig á Landsmótið

Í dag var opnað fyrir skráningu á Landsmótið í Skagafirði í sumar. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, segir mótið nýjung og sér fyrir sér að það verði vettvangur fjölskyldu og vinahópa, skólafélaga og fleiri sem njóta þess að stunda íþróttir.

28. mars 2018

Sigurður er nýr formaður UMSE

Talsverðar breytingar urðu á stjórn Ungmennasambands Eyjafjarðar (UMSE) á ársþingi í síðustu viku. Sigurður Eiríksson var kosinn formaður. Á þinginu hlaut Stefán Garðar Níelsson, formaður knattspyrnudeildar Dalvík/Reyni starfsmerki UMFÍ.

26. mars 2018

„Við viljum ekki lenda í slysum út af vondum vegi“

„Við erum að gera alveg jafn merkilega hluti og annað fólk og keyrum bíla. En við viljum ekki lenda í slysum út af vondum vegi,“ segir Gunnar Einarsson, 14 ára í Ungmennaráði Seyðisfjarðar. Hann var á meðal 60 ungmenna á ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem fram fór í síðustu viku.

24. mars 2018

Skrópa í skóla til að mæta á ráðstefnu fyrir ungt fólk

Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði fór fram í vikulokin. Ráðstefnugestir sendu frá sér ályktun þar sem segir að kvíði og þunglyndi framhaldsskólanema hafi aukist mikið og vilja þau að sálfræðiaðstoð verði aukin í skólum. Nokkrir lögðu mikið á sig til að mæta á ráðstefnuna.

22. mars 2018

Ungmennaráð bætir samfélagið

Rúmlega sextíu ungmenni sitja árlegu ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði sem hófst á Hotel Borealis að Efri-Brú í Grímsnes- og Grafningshreppi í dag, fimmtudaginn 22. mars. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hélt erindi við setningu ráðstefnunnar í dag.

20. mars 2018

Jónas er nýr formaður HSÞ

Guðrún Kristinsdóttir hjá Völsungi var heiðruð með starfsmerki UMFÍ á ársþingi Héraðssambands Þingeyinga (HSÞ) í síðustu viku. Á þinginu varð breyting á stjórn HSÞ og tók þar Jónas Egilsson við af Anitu Karin Guttesen sem formaður sambandsins.

20. mars 2018

Blönduð lið fatlaðra og ófatlaðra í blaki opna mikla möguleika

„Fólk sem hefur áhuga á íþróttaþjálfun barna og vill heyra hvernig besti blakmaður í heimi nær að halda börnum í íþróttum og hvetja þau áfram ætti að koma til Húsavíkur um helgina og sjá hvernig Vladimir Grbic vinnur,“ segir Anna Karólína Vilhjálmsdóttir hjá Íþróttasambandi fatlaðra.

19. mars 2018

Thelma ráðin verkefnastjóri Landsmótsins

Thelma Knútsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri Landsmótsins á Sauðárkróki. Thelma segir undirbúning Landsmótsins ganga vel. „Það er búið að skipuleggja hverja grein og sérgreinarstjórnar klárir. Þetta er allt að koma.“Hún er spennt enda nóg að gera að gera.

19. mars 2018

Rósa sæmd gullmerki UMFÍ

Rósa Marinósdóttir var sæmd gullmerki UMFÍ á sambandsþingi Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB) í síðustu viku. Kristján Gíslason fékk starfsmerki UMFÍ fyrir gott starf í þágu hreyfingarinnar. Á sama tíma var María Júlía Jónsdóttir kosin sambandsstjóri í stað Sólrúnar Höllu Bjarnadóttur.