Öllum flokkum
13. júlí 2017
Búist við miklum mannfjölda á Egilsstöðum
„Þetta hefur verið mikil vinna en virkilega gaman. Við höfum grisjað í gegnum Selskóg og búið til hjólabrautir. Þetta eru ekki eiginlegir slóðar heldur alvöru torfærur fyrir fjallahjólafólk,“
10. júlí 2017
Margir keppa í 3-4 greinum á Unglingalandsmóti UMFÍ
Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. En hvað veistu um Unglingalandsmót UMFÍ? Hugmyndin að Unglingalandsmóti UMFÍ kom fyrst fram hjá Ungmennasambandi Eyjafjarðar (UMSE) árið 1991.
06. júlí 2017
Skráning í fullum gangi á Unglingalandsmót UMFÍ
Skráning er í fullum gangi á Unglingalandsmót UMFÍ. Mótið verður haldið á Egilsstöðum dagana 3.- 6. ágúst. Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA) heldur mótið með UMFÍ.
05. júlí 2017
Rósa: „Mér finnst æðislegt að vera sjálfboðaliði“
Rósa Marinósdóttir var heiðruð vegna skeleggrar framgöngu sem sjálfboðaliði á Unglingalandsmótinu í Borgarnesi 2016. Hún gekk tugi kílómetra á hverjum degi. Öll fjölskylda Rósu vann á mótinu. Sjálf vinnur hún fjölmarga daga á ári sem sjálfboðaliði.
05. júlí 2017
Svona verður þú sjálfboðaliði á Unglingalandsmóti UMFÍ 2017
Framlag sjálfboðaliða er ómetanlegur þáttur á Unglingalandsmóti UMFÍ. Ungmennafélagshreyfingin hefur í áraraðir verið drifin áfram af öflugu hugsjónarstarfi sjálboðaliðans.
04. júlí 2017
Nám í HR fyrir stjórnendur í félagasamtökum
Opni háskólinn í Háskólanum í Reykjavík (HR) og Almannaheill – samtök þriðja geirans – bjóða í haust og fram yfir áramótin 2018 upp á nýja námslínu í skólanum sem byggir að miklu leyti á hagnýtum verkefnum úr þriðja geiranum, það er félagasamtökum og sjálfseignastofnunum.
03. júlí 2017
Fimmtíu Íslendingar frá UMFÍ kynna sér landsmót Dana
„Það er mjög áhugavert að sjá hversu vel borgaryfirvöld í Álaborg vinna með íþróttahreyfingunni að landsmótinu og hvað borgarbúar tóku mikinn þátt í mótinu. Þetta var allt saman mjög grand,“ segir Gunnar Gunnarsson, formaður Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA) og stjórnarmaður í UMFÍ.
27. júní 2017
Tapaði fyrir bróður sínum í fyrsta sinn
„Jón bróðir ætlaði ekki að tapa fyrir mér, lagði hart að sér í sprettinum og vann. En síðan fékk hann krampa í fótinn, tognaði eða reif vöðva og gat ekki keppt meira við mig,“ segir Pétur Ingi Frantzson í Hveragerði.
25. júní 2017
Frábær lokadagur í Hveragerði
Landsmóti UMFÍ 50+ var slitið í Hveragerði um miðjan dag í dag að loknu hinu landsfræga stígvélakasti. Mótið hefur staðið yfir alla Jónsmessuhelgina í Hveragerði og tæplega 600 manns keppt í fjölda greina af ýmsu tagi.