Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

20. október 2023

Sambandsþing UMFÍ um helgina

Metþátttaka er á sambandsþingi UMFÍ sem hefst í dag um mun standa yfir um helgina. Um 180 manns hafa boðað komu sína á setningu þingsins í kvöld. Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, segir ljóst af þátttökunni að allir vilji vera með í íþrótta- og ungmennafélagshreyfingunni.

18. október 2023

Ráðstefna um nýja stefnu í afreksíþróttum

Mennta- og barnamálaráðuneytið, í samstarfi við ÍSÍ, UMFÍ og Samband íslenskra sveitarfélaga, boðar til ráðstefnu um áform um eflingu afreksíþróttastarfs á Íslandi. 

12. október 2023

Þrettán í framboði til stjórnar UMFÍ

Jóhann Steinar Ingimundarson er einn í framboði til formanns á sambandsþingi UMFÍ síðar í mánuðinum. Á sama tíma eru þrettán í framboði um tíu sæti til stjórnar og varastjórnar UMFÍ.

10. október 2023

Ætlarðu að bjóða þig fram?

Við minnum á að frestur til að tilkynna framboð til stjórnar og varastjórnar UMFÍ rennur út í dag, þriðjudaginn 10. október.  

04. október 2023

Við viljum vera meistarar í eigin lífi

„Við viljum verða meistarar í eigin lífi. Reynið því að ráða sem mestu í ykkar eigin lífi því þá mun ykkur ganga allt í haginn,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, við setningu Forvarnardagsins í dag.

04. október 2023

Forvarnardagurinn haldinn í 18. sinn í dag

Forvarnardagur 2023 er í dag. Á Forvarnardaginn er sjónum beint sérstaklega að ungmennum í 9. bekk grunnskóla og á fyrsta ári í framhaldsskóla. Skólar skrá sig til þátttöku og vinna verkefni Forvarnardagsins á tímabilinu 4.-20. október. 

02. október 2023

Opið fyrir umsóknir í þrjá sjóði

Við vekjum athygli á því að forsvarsfólk íþrótta- og ungmennafélaga hefur tækifæri til að senda inn umsóknir í þrjá sjóði. Það eru Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ, Æskulýðssjóður og Íþróttasjóður.

24. september 2023

Vissu ekki hvað votlendi gerir mikið gagn

„Við höfðum aldrei heyrt áður af því hvað votlendið gerir og vissum ekki hvað það er mikilvægt fyrr en nú. Það þarf að stækka votlendið miklu meira,‟ segir Guðbjörg frá Hafnarfirði, sem var þátttakandi á ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem fram fór í húsnæði Skólabúðanna á Reykjum í Hrútafirði um helgina.

23. september 2023

Sævar Helgi: Þurfum að taka ákvarðanir með börnin okkar í huga

Sævari Helga Bragasyni jarðfræðingi bárust morðhótanir eftir að hann lagði til bann við almennri notkun á flugeldum út af reyk- og rykmengun, sóðaskapar á hávaðamengunum fyrir áramótin 2018. Sævar var með erindi og málstofu á ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði.