Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

09. nóvember 2022

Hagsmunaaðilar vinni saman svo íþróttir verði fyrir alla

Dr. Ingi Þór Einarsson, lektor við HR, hefur gert rannsóknir á hreyfingu barna með fatlanir. Hann sér lítinn mun á því að þjálfa fatlaða og ófatlaða því oft er það ekki fötlunin sem hefur mest áhrif á íþróttina eða möguleika viðkomandi á að stunda hana.

05. nóvember 2022

Hvetur öll félög til að nýta sér samræmda viðbragðsáætlun

„Þessi sameiginlega áætlun gerir það að verkum að öll félög geta notið leiðsagnar og stuðnings í glímunni við þau mál sem koma upp,‟ segir Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs. Hún kynnti á föstudag samræmda viðbragðsáætlun fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf.

03. nóvember 2022

Samræmd viðbragðsáætlun fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf

Samskiptaráðgjafi segir viðbragðsáætlun stuðla að auknu öryggi í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Samræmd viðbragðsáætlun verður kynnt á morgun, föstudaginn 4. nóvember 2022.

01. nóvember 2022

Leitt að Ísland sé ekki í forystu

„Enginn ætlar sér að verða nikótínneytandi. En nikótínvörurnar eru gildra,“ segir Kristín Ninja Guðmundsdóttir, lögfræðingur hjá heilbrigðisráðuneytinu. Á málþingi um nikótín og heilsu kom fram að þingmenn mótmæltu banni við bragðbætingu rafretta og nikótínvara og því urðu ný lög veikari en ella.

28. október 2022

Töfrarnir gerast í skipulögðu starfi

„Þróttur Vogum er eitt af töfrabrögðunum í okkar samfélagi. Þau felast í því að börn sem stunda íþróttir, skipulagt starf, eru ekki bara hamingjusamari, heldur skora þau hærra á öllum þessum kvörðum í því að ná árangri í lífinu,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ.

26. október 2022

Ráðherra býður til samráðs um frumvarp

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, vinnur að undirbúningi frumvarps til laga um skólaþjónustu. Markmið laganna er að tryggja jafnræði í þjónustu við börn og ungmenna í skólum landsins. Allir sem vilja geta tekið þátt í víðtæku samráði við gerð laganna.

20. október 2022

Heilbrigðisráðherra boðar til lýðheilsuþings

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur boðað til heilbrigðisþings 10. nóvember næstkomandi. Þingið verður helgað lýðheilsu. Þingið verður á Hilton Reykjavik Nordica og verður öllum opið. UMFÍ hvetur fulltrúa íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar til þátttöku.

15. október 2022

Formaður UMFÍ: „Þurfum að vera hugrökk“

„Við þurfum að vera hugrökk og hafa kjark til að takast á við breytta tíma. Við höfum þurft að endurhugsa sviðsmyndir, sem hafa margar reynst jákvæð skref. Við höfum tekið upp ný vinnubrögð, eigum að vera óhrædd við að hugsa hlutina upp á nýtt,“ segir Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ.

15. október 2022

Ástin hlaut Hvatningarverðlaun UMFÍ

Þróttur Vogum hlaut í dag Hvatningarverðlaun UMFÍ fyrir átaksverkefnið Fögnum ástinni, en markmið þess er að fjölga íbúum í bæjarfélaginu og iðkendum félagsins. UMSK fékk Hvatningarverðlaun sömuleiðis fyrir verkefnið Virkni og vellíðan og USAH fyrir samstarf félaganna Hvatar og Fram.