Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

06. október 2020

Hertar aðgerðir á íþróttastarfi taka gildi á höfuðborgarsvæðinu

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu sem taka gildi 7. október. Íþróttir innandyra eru óheimilar og takmarkanir settar við íþróttum utandyra. Börn fædd 2005 og síðar eru undanskilin.

04. október 2020

100 áhorfendur leyfðir á leikjum utandyra en engir innandyra

Heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýjar reglugerðir um takmarkanir á samkomum og skólahaldi. Ýmsar takmarkanir eru á íþróttastarfi til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Hömlurnar ná ekki til leik- og grunnskóla og því getur starfsemi í Ungmennabúðum UMFÍ haldið áfram með óbreyttu fyrirkomulagi.

03. október 2020

Ungmennabúðir UMFÍ starfa með óbreyttu sniði þrátt fyrir hertar reglur

Hertar samfélagslegar aðgerðir yfirvalda til að sporna við útbreiðslu COVID-19 í samfélaginu hafa ekki áhrif á starf í leik- og grunnskólum og verða Ungmennabúðir UMFÍ á Laugarvatni því áfram opnar og gengur starfið þar sinn vanagang.

03. október 2020

Aðgerðir hertar vegna COVID 19

Áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaleikjum, eins metra nándartakmörkun verður í búningsklefum og öðrum svæðum íþróttafólks og skal sótthreinsa keppnisáhöld á milli notenda. Fjöldatakmarkanir miðast við 20 manns.

02. október 2020

Foreldrar verði ekki viðstaddir æfingar barna á höfuðborgarsvæðinu

Á vikulegum fundi stjórnenda íþróttastarfs sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og Almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins í gær var ákveðið að auka aðgát í íþróttahúsum sveitarfélaganna og grípa til ýmissa ráðstafana fyrir utan hefðbundnar sóttvarnir.

02. október 2020

Austfirðingar gæti sín á höfuðborgarsvæðinu

Almannavarnir á Austurlandi vekja athygli á þeirri bylgju smita sem risið hefur á höfuðborgarsvæðinu og virðist lítið lát á. Hún hvetur því alla þá sem ferðast til höfuðborgarsvæðisins að gæta sérstaklega að sér og þá sem þaðan koma  til að gera slíkt hið sama.

01. október 2020

Mælt fyrir breytingum á skattaumhverfi félagasamtaka

Mælt er fyrir miklum breytingum á skattalegu umhverfi félaga í þriðja geiranum í nýju fjárlagafrumvarpi og fjármálaáætlun sem kynnt var í dag. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, segir þetta ánægjulegt, gagnast öllum íþrótta- og ungmennafélögum og koma samfélaginu til góða.

30. september 2020

Hlynur Snær í stjórn NSU

Hlynur Snær Vilhjálmsson var á dögunum kosinn í stjórn Norrænu æskulýðssamtakanna (NSU). Hlynur situr í stjórn NSU fyrir hönd Ungmennaráðs UMFÍ og tekur þar sæti Kolbrúnar Láru Kjartansdóttur, fyrrverandi formanns Ungmennaráðs UMFÍ.

30. september 2020

Flott heilsuefling fyrir 60 ára og eldri í Kópavogi

„Það er æðislegt þegar við köstum út boltum að fólk í félögunum grípa þá og búa til svona frábært verkefni,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. UMSK ásamt Kópavogsbæ, Breiðabliki, Gerpu og HK ásamt Háskólanum í Reykjavík eru að hleypa af stokkunum verkefninu Virkni og vellíðan.