Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

16. september 2020

Jón í KVAN: Mikil orka í ungu fólki

„Það kemur mér alltaf á óvart hversu mörg ungmenni eru að huga að því hvernig þau geti eflt sína jákvæðu leiðtogahæfileika,‟ segir fyrirlesarinn Jón Halldórsson hjá KVAN. Hann verður með erindi á Ungu fólki og lýðræði sem fram fer í Hörpu. Forseti Íslands og borgarstjórinn setja ráðstefnuna.

16. september 2020

Soffía: Öðlast dýrmæta reynslu í Ungmennaráði UMFÍ

„Ég hef aldrei áður komið á ungmennaráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði og verður þetta fyrsta skiptið. En ég hef tekið þátt í undirbúningnum. Í Ungmennaráði UMFÍ hef ég líka öðlast reynslu sem erfitt er að fá annars staðar,“ segir Soffía Meldal Kristjánsdóttir, sem situr í Ungmennaráði UMFÍ.

12. september 2020

Ástþór í ungmennaráði UMFÍ: Ungt fólk hefur áhrif!

„Ungt fólk vill hafa áhrif á nærumhverfi sitt. Áhrif COVID-19 á málefni ungs fólks eru auðvitað gríðarleg. En okkur stendur ekki á sama. Þótt heimsfaraldur geysi þá kýs ungt fólks að hittast, ræða saman og reyna að hafa jákvæð áhrif á líf sitt,‟ segir Ástþór Jón, formaður Ungmennaráðs UMFÍ.

12. september 2020

Sjálfboðaliðar byggðu íþróttahús sem vekur eftirtekt

Ný viðbygging við íþróttahúsið á Egilsstöðum var opnað með formlegum hætti í dag. Íþróttafélagið Höttur byggði húsið í samvinnu við sveitarfélag Fljótdalshéraðs. Það er þúsund fermetrar að stærð og sérstaklega ætlað fyrir fimleika og frjálsar íþróttir.

11. september 2020

UMFÍ spennt fyrir verkefninu Allir með í Reykjanesbæ

„Við erum mjög spennt,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. Ungmennafélag Íslands, Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag og Ungmennafélag Njarðvíkur taka þátt í samfélagsverkefninu Allir með! í Reykjanesbæ.

11. september 2020

Stjórn UMFÍ og Ungmennaráð UMFÍ funda saman í fyrsta sinn

Tímamót urðu í dag þegar Ungmennaráð UMFÍ og stjórn UMFÍ funduðu í fyrsta sinn saman. Mikil ánægja var með þennan sameiginlega fund. Á fundinum ræddu stjórn og Ungmennaráð á hreinskilin hátt um störf beggja og með hvaða hætti ungmennaráð og stjórnin geta unnið nánar saman í framtíðinni.

09. september 2020

40% afsláttur af flugfargjöldum með Loftbrú

Allir íbúar landsbyggðarinnar sem eiga lögheimili í 200-300 kílómetra akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu eiga þess frá og með deginum í dag að fá 40% afslátt af flugfargjöldum til höfuðborgarinnar. Ríkið niðurgreiðir flugfargjöldin. Verkefnið heitir Loftbrú.

08. september 2020

Elísa Viðarsdóttir: Hvetur annað íþróttafólk til að gefa ónotaða íþróttaskó

„Við áttum fullt af ónotuðum skóm og vildum halda boltanum á lofti sem Snorri Steinn kastaði í síðustu viku,“ segir knattspyrnukonan Elísa Viðarsdóttir, varnarmaður í meistaraflokki kvennaliðs Vals. Hún og liðsfélagar hennar hafa gefið um 30 pör af íþróttaskóm. Hún hvetur annað íþróttafólk til þess.

04. september 2020

Óttast að rekstur ungmenna- og íþróttafélaga verði þungur

Stjórn UMFÍ hefur sent frá sér ályktun þar sem ríki og sveitarfélög eru hvött til að styðja við skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf. Stjórnin hefur áhyggjur af erfiðari rekstrarskilyrðum sambandsaðila sinna og aðildarfélaga þeirra.