Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

02. maí 2019

Íslendingar eru fyrirmyndir Dana þegar kemur að minni drykkju og bættri lýðheilsu

UMFÍ og Íslendingar almennt hafa í gegnum tíðina sótt mikið í smiðju Dana. En oft getur það verið á hinn bóginn. Sveitarstjórnarfólk og starfsmenn frá bæjarfélaginu Herning á Jótlandi heimsótti þjónustumiðstöð UMFÍ í dag og fræddist um góðan árangur Íslendinga í forvarnarmálum og lýðheilsu.

02. maí 2019

Viltu vinna með ungu fólk?

Við leitum að hressum og orkumiklum tómstundaleiðbeinanda sem hefur ódrepandi áhuga á að vinna í nýjum Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni með 14 - 15 ára ungmennum frá miðjum ágúst og inn í framtíðina.

02. maí 2019

Áhersla á öryggi, aðgengi og fagmennsku í nýrri íþróttastefnu

„Með nýrri íþróttastefnu erum við að skilgreina þau forgangsverkefni sem við viljum vinna að næstu árin,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Hún kynnti í dag nýja íþróttastefnu fyrir árin 2019-2030.

30. apríl 2019

Ragnheiður og Elísabet á meðal þátttakenda á Evrópsku ungmennavikunni

Þær Ragnheiður Sigurðardóttir og Elísabet Kristjánsdóttir eru staddar á Evrópsku ungmennavikunni í Brussel fyrir hönd UMFÍ í vikunni. Ragnheiður segir þátttakendur læra mikið um þátttöku ungmenna í lýðræðislegu samfélagi og hvernig hægt er að virkja fólk betur. Nokkuð þúsund manns er á ráðstefnunni.

17. apríl 2019

Upptökur af fyrirlestrum um aðgerðir gegn ofbeldi

Nú eru fyrirlestrar frá ráðstefnunni „Eru íþróttir leikvangur ofbeldis? aðgengilegir. Ráðstefnan var vel sótt og allir fyrirlestrarnir þarft innlegg í umræðu um ofbeldi í íþróttum. Fólk er hvatt til að kynna sér efni ráðstefnunnar og nýta það í leik og starfi.

16. apríl 2019

Margrét er nýr formaður héraðssambandsins Hrafna-Flóka

„Mér finnst þetta spennandi og hef áhuga á menntun þjálfara. Íþróttastarfið hefur líka vaxið mikið hjá sambandinu,“ segir Margrét Brynjólfsdóttir. Hún tók við formennsku í Héraðssambandi Hrafna-Flóka í síðustu viku. Margrét segir samfélagið hafa stækkað mikið og starf héraðssambandsins líka.

16. apríl 2019

Danir kynna sér góðan árangur Íslendinga í forvarnarmálum

Danskt sveitarstjórnarfólk er statt hér á landi að kynna sér ýmislegt af því sem vel hefur verið gert í skipulögðu tómstunda- og æskulýðsstarfi. Fólkið fundaði með Auði Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ, og fræddist um verkefnin, áherslur og þjónustu við sambandsaðila UMFÍ.

12. apríl 2019

Lilja hvetur ungt fólk til að taka þátt í félagsstarfi

„Ég er talskona þess að ungt fólk taki þátt í félagsstarfi. Ég hef gert það frá 13 ára aldri,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Hún var í pallborði á ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem fram fór í Borgarnesi í vikunni og hvatti fólk til að láta í sér heyra.

11. apríl 2019

Mikilvægt að fylgja innsæinu og trúa á sjálfan sig, segir ráðherra

„Fólk á alltaf að treysta eigin innsæi en samt vera tilbúið til að hlusta á gagnrýni og geta skipt um skoðun. Fullorðnu fólki finnst mjög erfitt að vera það sjálft. En maður má ekki tapa gleðinni heldur vera maður sjálfur,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.