Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

07. maí 2019

Fyrsta tölublað Skinfaxa 2019 komið út

Nýjasta tölublað Skinfaxa, tímarits UMFÍ, er komið út. Þetta er fyrsta tölublað ársins. Blaðið er eins og alltaf stútfullt að viðtölum og fróðlegum greinum um ýmislegt sem tengist ungmennafélagshreyfingunni. Í blaðinu er viðtal við Ólaf í Rafíþróttasamtökum Íslands, Olgu í Gerplu og marga fleiri.

07. maí 2019

Lilja lýsir yfir ánægju með ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði

Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði sem haldin var í Borgarnesi í apríl tókst afar vel. UMFÍ hefur búið til fjögur myndbönd sem tekin voru á ráðstefnunni og endurspegla þau samvinnuna og gleðina sem ríkti alla dagana á meðan ráðstefnan fór fram. Hægt er að skoða fjölda mynda frá ráðstefnunni.

06. maí 2019

Formaður UMFÍ segir samvinnu skila góðum árangri

„Ljóst er af nýrri íþróttastefnu að bjart er framundan í íþróttamálum á Íslandi. En við megum samt ekki sofna á verðinum enda víða erlendis horft til Íslands í mörgum málum,“ sagði Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, í ávarpi sem hann hélt á Íþróttaþingi ÍSÍ um helgina.

03. maí 2019

Leita 13-18 ára ungmenna í ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna

Forsætisráðuneytið leitar að 13 til 18 ára ungmennum í ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Valdir verða tólf fulltrúar víðs vegar að af landinu sem munu fræðast og fjalla um heimsmarkmiðin.

02. maí 2019

Íslendingar eru fyrirmyndir Dana þegar kemur að minni drykkju og bættri lýðheilsu

UMFÍ og Íslendingar almennt hafa í gegnum tíðina sótt mikið í smiðju Dana. En oft getur það verið á hinn bóginn. Sveitarstjórnarfólk og starfsmenn frá bæjarfélaginu Herning á Jótlandi heimsótti þjónustumiðstöð UMFÍ í dag og fræddist um góðan árangur Íslendinga í forvarnarmálum og lýðheilsu.

02. maí 2019

Viltu vinna með ungu fólk?

Við leitum að hressum og orkumiklum tómstundaleiðbeinanda sem hefur ódrepandi áhuga á að vinna í nýjum Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni með 14 - 15 ára ungmennum frá miðjum ágúst og inn í framtíðina.

02. maí 2019

Áhersla á öryggi, aðgengi og fagmennsku í nýrri íþróttastefnu

„Með nýrri íþróttastefnu erum við að skilgreina þau forgangsverkefni sem við viljum vinna að næstu árin,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Hún kynnti í dag nýja íþróttastefnu fyrir árin 2019-2030.

30. apríl 2019

Ragnheiður og Elísabet á meðal þátttakenda á Evrópsku ungmennavikunni

Þær Ragnheiður Sigurðardóttir og Elísabet Kristjánsdóttir eru staddar á Evrópsku ungmennavikunni í Brussel fyrir hönd UMFÍ í vikunni. Ragnheiður segir þátttakendur læra mikið um þátttöku ungmenna í lýðræðislegu samfélagi og hvernig hægt er að virkja fólk betur. Nokkuð þúsund manns er á ráðstefnunni.

17. apríl 2019

Upptökur af fyrirlestrum um aðgerðir gegn ofbeldi

Nú eru fyrirlestrar frá ráðstefnunni „Eru íþróttir leikvangur ofbeldis? aðgengilegir. Ráðstefnan var vel sótt og allir fyrirlestrarnir þarft innlegg í umræðu um ofbeldi í íþróttum. Fólk er hvatt til að kynna sér efni ráðstefnunnar og nýta það í leik og starfi.