Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

04. september 2018

Jóhann Pálmason sæmdur gullmerki UMFÍ á aldarafmæli UDN

„Afmælið okkar hefur gengið mjög vel og það er búið að vera gaman,“ segir Heiðrún Sandra Grettisdóttir, formaður Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN). Haldið var upp á aldarafmæli sambandsins í Búðardal á laugardag og var þar Jóhann Pálmason sæmdur gullmerki UMFÍ.

04. september 2018

Aukum þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi

UMFÍ vekur athygli á nýútkomnum bæklingi sem hefur það að markmiði að auka þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi. Markhópur efnisins eru foreldrar barna og ungmenna af erlendum uppruna.

30. ágúst 2018

Ertu á leið í lýðháskóla?

UMFÍ styrkir ungt fólk sem hyggur á nám í lýðháskólum í Danmörku. Umsóknarfrestur er til 15. september nk.

29. ágúst 2018

Ókeypis námskeið fyrir fólk í stjórnum félaga

Stjórnarfólki sambandsaðila UMFÍ gefst kostur á að sækja námskeið í félagastjórnun sem haldið verður á Akureyri föstudaginn 7. september. Námskeiðið er ókeypis og haldið á ráðstefnunni Lýsu, sem áður hét Fundur fólksins. Ráðstefnan verður haldin í menningarhúsinu Hofi á Akureyri.

28. ágúst 2018

Fjárveitingar háðar því að félögin vinni eftir siðareglum og viðbragðsáætlunum

„Stóru félögin, á borð við Völsung, taka vel í að skilyrða sig til að fara eftir siðareglunum og kvitta upp á að óska eftir sakavottorðum fyrir þjálfara og annað starfsfólk. En þetta ferli getur verið erfiðara fyrir minni félög,“ segir íþrótta- og tómstundafulltrúinn Kjartan Páll Þórarinsson.

27. ágúst 2018

Opni háskólinn býður upp á nám fyrir stjórnendur í þriðja geiranum

Opni háskólinn í Háskólanum í Reykjavík (HR) og Almannaheill – samtök þriðja geirans – bjóða í haust og fram yfir áramótin 2018/2019 upp á námslínu í skólanum fyrir nýja og reyndari stjórnendur félagasamtaka og sjálfseignastofnana. UMFÍ er samstarfsaðili Opna háskólans að námslínunni.

06. ágúst 2018

UMSB hlaut Fyrirmyndarbikar Unglingalandsmóts UMFÍ

UMSB hlaut Fyrirmyndarbikar Unglingalandsmóts UMFÍ í gærkvöldi. Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, afhenti Sigurði Guðmundssyni, framkvæmdastjóra UMSB, bikarinn við mikil fagnaðarlæti mótsgesta. Bikarinn er afhentur þeim sambandsaðila UMFÍ sem er til fyrirmyndar á Unglingalandsmóti.

05. ágúst 2018

Unglingalandsmót í sól og blíðu

„Þetta er æðislegur dagur. Þorlákshöfn er iðandi af lífi og fjöri. Það er frábært að sjá heilu fjölskyldurnar saman að njóta lífsins í sólinni á Unglingalandsmótinu,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ.

05. ágúst 2018

Haukur Valtýsson: Unglingalandsmót er besta forvörnin

„Forvarnir eru fjárfesting, forvarnir eru fjárfesting til framtíðar í betra lífi viðkomandi einstaklinga, hvort heldur er í því að forða eða seinka því að ungt fólk komist í kynni við hin ýmsu vímuefni sem í boði eru í samfélagi okkar í dag,“ segir Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ.