Allar fréttir
28. janúar 2019
Félögin vilja koma til móts við öll börn
Ungmennafélagshreyfingin vinnur að því að allir geti verið með í íþróttum, óháð hvers konar hugsanlegum takmörkunum og þröskuldum, segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFí. Rætt er við hana og móður Ronju Sifjar, átta ára transstelpu sem æfir glímu og frjálsar í Flóahreppi í Mannlífi.
25. janúar 2019
Hörður Sævar Óskarsson látinn
Hörður Sævar Óskarsson íþróttakennari og fyrrverandi starfsmaður UMFÍ, lést 17. janúar síðastliðinn. Hann verður jarðsunginn frá Áskirkju í Reykjavík í dag, föstudaginn 25. janúar. Hörður tók þátt í fjölmörgu félagsstarfi. Hann hefur verið sæmdur starfsmerki UMFÍ og fleiri viðurkenningum.
21. janúar 2019
UMSB innleiðir verkfærakistu Sýnum karakter
Framkvæmdastjóri UMSB er hæstánægður með viðtökur við fræðslufundi um verkefnið Sýnum karakter á dögunum. Hann sér fyrir sér að verkefnið hafi jákvæð áhrif á iðkendur í öllum deildum aðildarfélaganna og að þeir muni notfæra sér það í daglegum störfum í framtíðinni.
19. janúar 2019
Íþrótta- og ungmennafélög í Kópavogi saman yfir súrmat og sviðakjömmum
UMSK bauð nýverið stjórnendum úr forystusveit aðildarfélaga til Manchester í Bretlandi til að kynna sér íþrótta- og tómstundastarfið í borginni. Sameiginlegar ferðir auka samstarf félaganna. Næsta stóra verkefnið er þorrablótið síðar í mánuðinum. Löngu er uppselt á blótið.
17. janúar 2019
Hvernig eiga samskipti að vera í íþrótta- og æskulýðsstarfi?
Góð mannleg samskipti eru yfirleitt talin einkennast af gagnkvæmri virðingu, trausti, skilningi, góðri hlustun, einlægni, þolinmæði, samkennd og sveigjanleika, skrifar Sema Erla, framkvæmdastýra Æskulýðsvettvangsins, um samskipti í íþrótta- og æskulýðsstarfi.
17. janúar 2019
Dagskráin klár fyrir ráðstefnuna: „Eru íþróttir leikvangur ofbeldis?
Dagskráin er nú klár fyrir ráðstefnuna „Eru íþróttir leikvangur ofbeldis?“ sem haldin verður í Háskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 30. janúar. Fjöldi innlendra og erlendra fyrirlesara ræða málin. Þetta er ótrúlega gagnleg ráðstefna fyrir alla í ungmenna- og íþróttahreyfingunni.
15. janúar 2019
Bjarney ráðin yfirþjálfari Íþróttaskóla HSV
„Héraðssamband Vestfirðinga hefur verið að gera frábæra hluti og uppbyggingin í íþróttastarfinu er góð. Það heillaði mig. Þetta er virkilega spennandi starf,“ segir Bjarney Gunnarsdóttir, sem hefur verið ráðin yfirþjálfari Íþróttaskóla HSV.
15. janúar 2019
Auður Inga sæmd gullmerki Fimleikasambands Íslands
Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, var á uppskeruhátíð Fimleikasambands Íslands í síðustu viku sæmd gullmerki.
14. janúar 2019
Skinfaxi er stútfullur af spennandi efni
Fjórða og síðasta tölublað Skinfaxa, tímarit UMFÍ, á árinu 2018 kom úr prentun á milli jóla og nýárs og ætti að vera komið til allra áskrifenda og sambandsaðila. Blaðið er eins og alltaf stútfullt af fræðandi og skemmtilegu efni fyrir lesendur og stjórnendur innan ungmennafélagshreyfingarinnar.