Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

31. júlí 2018

Unglingalandsmót UMFÍ setur svip sinn á Þorlákshöfn

Nú er heldur betur farið að styttast í Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn. Búið er að setja upp fánaborgir víða um bæinn með fánum UMFÍ og styrktaraðila mótsins. Í gær kom svo heil hersing af sjálfboðaliðum á mótssvæðið og lauk við að setja upp tjaldið stóra þar sem kvöldvökur fara fram.

30. júlí 2018

Margrét segir Unglingalandsmót UMFÍ frábært fyrir alla fjölskylduna

„Verslunarmannahelgin hefur alltaf verið frátekin hjá okkur fyrir Unglingalandsmót UMFÍ. Við höfum skráð þrjú börn á mótið á hverju ári,“ segir Margrét Brynjólfsdóttir á Patreksfirði. Margrét segir mótið frábæran viðburð fyrir fjölskyldufólk.

29. júlí 2018

Íbúafjöldi Þorlákshafnar margfaldast um verslunarmannahelgina

Heljarinnar fjör verður í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina þegar Unglingalandsmót UMFÍ fer þar fram. Þátttakendur eru á annað þúsund á mótum UMFÍ og má búast við að mannfjöldi í bænum verði frá því að vera fjórfalt meiri en venjulegt er og jafnvel meira.

27. júlí 2018

Búið að stækka tjaldsvæðið í Þorlákshöfn mikið

Allt er á fullum gangi við undirbúning Unglingalandsmóts UMFÍ í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina. Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ, og Ragnar M. Sigurðsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Ölfuss, skoðuðu meðal annars tjaldsvæðið í Þorlákshöfn í gær.

26. júlí 2018

Get ég skráð marga á Unglingalandsmót UMFÍ í einu?

Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn er nú í fullum gangi og er hægt að skrá þátttakendur til 30. júlí næstkomandi. Búast má við gífurlegum fjölda á mótið. Nokkrar spurningar hafa vaknað hjá þeim sem eru ýmist að skrá börn sín eða sjálfa sig á á Unglingalandsmótið. Hér eru svör við þeim.

25. júlí 2018

Between Mountains, Herra Hnetusmjör og Kóp Bois á Unglingalandsmóti UMFÍ

Eins og á öllum mótunum í gegnum tíðina munu landsþekktir tónlistarmenn stíga á stokk og skemmta þátttakendum á kvöldin. Á mótinu koma fram Herra Hnetusmjör og Kóp Bois, Between Mountains, Emmsjé Gauti, Young Karin, Jói Pé og Króli, Flóni og Jón Jónsson og DJ Dóra Júlía og fleiri.

25. júlí 2018

Ásrós í Between Mountains spennt að spila í Þorlákshöfn

„Þetta verður fjölbreytt hjá okkur, róleg lög í bland við fjörug. Við eigum örugglega eftir að hafa mjög gaman af því að spila fyrir okkar aldurshóp,“ segir Ásrós Helga Guðmundsdóttir, annar meðlimur hljómsveitarinnar Between Mountains sem spilar á Unglingalandsmóti UMFÍ í Þorlákshöfn.

24. júlí 2018

Einar og Helgi ætla að keppa í mörgum greinum

„Við höfum farið á Unglingalandsmót UMFÍ í fimm ár og höfum alltaf verið þar með vinum okkar. Þar er gaman og stemning á tjaldstæðinu og kvöldvökunum,“ segir Helgi Hrannar Briem sem hefur skráð sig í fjölda greina með tvíburabróður sínum Einari Andra. Þeir verða báðir fimmtán ára síðar á árinu.

23. júlí 2018

Foreldrarnir til fyrirmyndar á Unglingalandsmótum UMFÍ

For­eldr­ar þátt­tak­enda á Ung­linga­lands­mót­inu hafa verið virk­ir í gegnum tíðina og marg­ir til­bún­ir til að leggja hönd á plóg. Margir foreldrar ganga meira að segja í þau störf sem þarf að sinna. Það gerðu þeir Ívar Ingimarsson og Guðgeir Sigurjónsson á Egilstöðum í fyrra.