Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

01. nóvember 2017

Komdu og kynntu þér danskan lýðháskóla

Langar þig í lýðháskóla eða hefurðu heyrt af því hvað það er gaman að fara í lýðháskóla? Kynning er á Nordjyllands Idrætshøjskole í þjónustumiðstöð UMFÍ fimmtudaginn 2. nóvember frá klukkan 20:00 - 21:30.

30. október 2017

Ekki missa af Lýðheilsusjóði

Nú fer hver að verða síðastur til þess að sækja um styrk í Lýðheilsusjóð. Opið hefur verið fyrir umsóknir í sjóðinn um nokkurt skeið og verður lokað fyrir ferlið 1. nóvember næstkomandi. Það eru því eftir aðeins rétt tæpir tveir dagar til að sækja um styrki í sjóðinn.

27. október 2017

Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ úthlutar 6,5 milljónum króna

Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ hefur úthlutað tæpum 6,5 milljónum króna til 65 verkefna. Þar á meðal er sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur hjá Taekwondeild Aftureldingar í Mosfellsbæ. Ekkert kostar á námskeiðið og var aðsóknin mjög mikil.

25. október 2017

Hjörleifur og Laufey Helga taka við hjá HSH

Hjörleifur K. Hjörleifsson, formaður aðalstjórnar Ungmennafélagsins Snæfells í Stykkishólmi, tók fyrir um hálfum mánuði við sem formaður Héraðssambands Snæfellsnes og Hnappadalssýslu (HSH). Um svipað leyti tók Laufey Helga Árnadóttir við sem framkvæmdastjóri HSH.

24. október 2017

Fjölbreytt námskeið fyrir þitt fólk

Á heimasíðu UMFÍ er að finna upplýsingar um námskeið sem sambandsaðilum UMFÍ standa til boða endurgjaldslaust. UMFÍ hvetur sambandsaðila til þess að kynna sér námskeiðin.

20. október 2017

Ríkir gott siðferði í íþróttum?

Laugardaginn 4. nóvember fer fram ráðstefna um siðferði í íþróttum. UMFÍ á tvo fulltrúa á ráðstefnunni, Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ tekur þátt í pallborðsumræðum og Sabína Steinunn Halldórsdóttir, verkefnastjóri, flytur erindi um verkefnið Sýnum karakter. Allir áhugasamir eru velkomnir.

18. október 2017

Verndum þau - Námskeið fyrir starfsfólk íþróttahreyfingarinnar

Veist þú hvernig á að bregðast við grun um vanrækslu eða ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt gegn börnum og ungmennum. Ef þú ert ekki viss þá hvetur UMFÍ þig til þess að sækja námskeiðið Verndum þau.

18. október 2017

Hvert á að leita vegna kynferðislegs áreitis og misnotkunar í íþróttafélagi?

Flóðgáttir hafa opnast á samfélagsmiðlum í tengslum við mikla opinbera umræðu um kynferðislega áreitni og misnotkun undir myllumerkinu #metoo. En hvað á að gera og hvernig er hægt að bregðast við ofbeldi eða grun um ofbeldi?

16. október 2017

Haukur endurkjörinn formaður UMFÍ

Sjálfkjörið var í stjórn UMFÍ á sambandsþingi um helgina. Haukur Valtýsson er áfram formaður. Jóhann Steinar Ingimundarson kom nýr inn í aðalstjórn en þeir Lárus B. Lárusson og Gunnar Þór Gestsson tóku sæti í varastjórn.