Allar fréttir

26. febrúar 2025
Búið að opna fyrir starfsskýrsluskil
Opnað var fyrir skil á starfsskýrslum í kerfi ÍSÍ og UMFÍ í gær. Prófanir hafa staðið yfir á uppfærslum í skilakerfinu síðustu vikurnar og er nú allt tilbúið fyrir starfsskýrsluskilin.

24. febrúar 2025
Íþróttahreyfingin sýni frumkvæði
Margt er í farvatninu innan íþróttahreyfingarinnar, að sögn formanns UMFÍ. Stjórn UMFÍ hefur samþykkt aðildarumsókn ÍBV að UMFÍ. Gangi allt eftir verða senn öll íþróttahéruð landsins innan UMFÍ.

21. febrúar 2025
Markaðsmál íþróttafélaga ekki unnin af fagmennsku
Þegar horft er til umfangs eru mörg íþróttafélög á pari við íslensk stórfyrirtæki. Fyrirtæki huga vel að markaðsstarfi sínu. Það gera íþróttafélögin hins vegar ekki, að mati markaðssérfræðings.

19. febrúar 2025
Ræddu leiðir til að styrkja íþróttastarfið
„Vinnustofurnar í gær voru vel sóttar og umræðurnar líflegar,“ segir Björg Ásta Þórðardóttir, svæðisfulltrúi á höfuðborgarsvæðinu um fund með fulltrúum íþróttafélaga á höfuðborgarsvæðinu þar sem ræddar voru leiðir til að styrkja starfið.

17. febrúar 2025
Hjólastólakörfubolti sló í gegn í Kringlunni
Mikill fjöldi fólks fylgdist með kynningu á hjólastólakörfubolta í Kringlunni á laugardag. Bæði var tilefnið að æfingar eru hafnar í hjólastólakörfubolta fyrir börn með fötlun hjá Fjölni og ÍR.

13. febrúar 2025
Ljómandi spenningur fyrir Landsmóti UMFÍ 50+
„Það er ljómandi spenningur fyrir landsmótinu í sveitarfélaginu og allir orðnir spenntir enda er þetta fyrsti viðburðurinn sem við hjá UÍF stöndum fyrir,“ segir Óskar Þórðarson, formaður Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar (UÍF).

11. febrúar 2025
Undirbúningur fyrir aðalfundi og ársþing
Að mörgu er að hyggja í aðdraganda árlegra funda félaga. Á vorin ganga í garð aðalfundir og ársþing íþróttahéraða landsins og aðildarfélaga þeirra. Gott er að hafa eitt og annað í huga þegar kemur að skipulagningu viðburðanna.

11. febrúar 2025
Muna eftir endurnýjun
UMFÍ minnir forsvarsfólk félaga á endurnýjun skráningar á Almannaheillaskrá Skattsins fyrir árið 2025. Endurnýja skal skráningu á almannaheillaskrá árlega fyrir eigi síðar en 15. febrúar ár hvert.

11. febrúar 2025
Leiðirnar gegn óæskilegri hegðun í íþróttum
Mikilvægt er að í íþróttahreyfingunni sé stuðlað að því að starfsemin fari fram í öruggu umhverfi og að öllum sem að starfinu koma líði vel og dafni. Ef atvik koma upp á eiga allir að geta leitað aðstoðar, án þess að óttast afleiðingar.