Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

02. janúar 2023

Pétur Rúnar: Heppinn að spila með vinum mínum

„Ég hef verið mjög heppinn með það að hafa spilað mest alla ævi mína með mínum bestu vinum,“ segir Pétur Rúnar Birgisson, liðsmaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Hann var útnefndur Íþróttamaður Skagafjarðar á milli jóla og nýárs. Þjálfarar ársins eru Baldur, Helgi og Svavar í sömu deild.

30. desember 2022

Þegar Pelé las Skinfaxa

Pelé, einn af þekktustu knattspyrnumönnum heims, lést í gær 82 ára að aldri. Hann varð þrisvar heimsmeistari með liði sínu, mikill markaskorari og var ötull boðberi íþróttarinnar. Pelé kom til Íslands 11. ágúst árið 1991. Hér er heimsóknin rifjuð upp enda heimsótti hann nokkra sambandsaðila UMFÍ.

30. desember 2022

Skinfaxi 2022: Síðasta tölublað ársins komið út

Nýjasta tölublað Skinfaxa, tímarits UMFÍ, og síðasta tölublað ársins er komið út. Blaðið er eins og alltaf stútfullt af brakandi fersku efni úr ungmennafélagshreyfingunni. Í þessu síðasta tölublaði ársins eru viðtöl, fjallað ítarlega um íþróttahéruð, skautaíþróttir og margt fleira.

28. desember 2022

Bjargar upptökum af Landsmótum UMFÍ

Kvikmyndagerðarmaðurinn Marteinn Sigurgeirsson hefur unnið að því í gegnum árin að safna saman efni sem tekið hefur verið upp á Landsmótum UMFÍ. Fyrsta mótið var haldið árið 1909 og síðasta stigamótið á Selfossi árið 2013.

26. desember 2022

Jólakveðja til þín frá UMFÍ

UMFÍ óskar þér og þínum gleðilegra jóla með ósk um farsæld, hreyfingu og samvinnu á nýju ári.

23. desember 2022

UMFÍ greiðir út rúmar 30 milljónir króna

Íslensk getspá hefur grétt eigendum sínum 250 milljónir króna í aukagreiðslu vegna góðs árangurs af lottóspili á árinu. UMFÍ á 13,33% í Íslenskri getspá og fékk um 33 milljónir króna. Upphæðin var lögð inn á reikninga sambandsaðila UMFÍ í vikunni.

15. desember 2022

Samstarf þriggja ráðuneyta og íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar

Þeir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, undirrituðu í dag samstarfsyfirlýsingu um verkefnið „Farsælt samfélag fyrir öll – brúum bilið“.

13. desember 2022

Greiða metupphæð til aðildarfélaga UMFÍ

„Þetta er hæsta upphæð sem við höfum greitt út til aðildarfélaga UMFÍ,“ segir Sigurður Óskar Jónsson, formaður Sjóða- og fræðslunefndar, sem jafnframt er stjórn Fræðslu- og verkefnasjóðs UMFÍ. Sjóðurinn úthlutaði á dögunum 14,2 milljónum króna til 105 verkefna.

13. desember 2022

Hafdís og Erlendur bætast í raðir ÍR

Breiðhyltingarnir og ÍR-ingarnir Hafdís Hansdóttir og Erlendur Ísfeld voru á dögunum ráðin til ÍR. Hafdís er nýr framkvæmdastjóri ÍR og Erlendur er nýr  íþróttastjóri félagsins.