Allar fréttir
![](/media/m0zhexqe/52326776994_fac549c586_k.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9d8af2778d0 1x)
12. apríl 2023
Búið að opna fyrir skil á starfsskýrslum í Sportabler
Opnað var í dag fyrir starfsskýrsluskil sambandsaðila ÍSÍ og UMFÍ og félög innan þeirra vébanda í Sportabler. Opið verður fyrir skýrsluskil til til 31. maí næstkomandi. Prófanir hafa staðið yfir á kerfinu síðustu vikur á skilakerfinu og er nú allt tilbúið fyrir starfsskýrsluskil.
![](/media/eivgeqb2/20220812_155913.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9d8a36efbd0 1x)
31. mars 2023
Atvik í Reykjaskóla
Í síðustu viku kom upp atvik í kennslustund í Skólabúðunum í Reykjaskóla þar sem nemendur í 7. bekk dvöldu. UMFÍ vinnur málið eftir samræmdum verkferlum samskiptaráðgjafa í íþrótta- og æskulýðsstarfi.
![](/media/vbxduuuq/_mg_1822.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9d8a77a9900 1x)
31. mars 2023
Fjöldi viðurkenninga á ársþingi UMSK
„Það á vel við að kalla hann gjaldkera Íslands,“ sagði Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, þegar hann afhenti Guðmundi G. Sigurbergssyni Gullmerki UMSK í gær. UMFÍ veitti þeim Geirarði Long, Bjarna Torfa Álfþórssyni, Höllu Garðarsdóttur og Sesselju Hannele Jarvela starfsmerki á sama tíma.
![](/media/vpxlqrin/1e1a9472.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9d89bcd66a0 1x)
30. mars 2023
Nemendur Borgarholtsskóla heimsóttu UMFÍ
Nemendur á Afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla og kennarar komu í heimsókn í íþróttamiðstöð UMFÍ í dag og fengu þar kynningu á starfsemi UMFÍ, Unglingalandsmóti UMFÍ, Landsmóti UMFÍ 50+, ungmennaráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði og margt fleira. Framkvæmdastjóri UMFÍ tók á móti nemendunum.
![](/media/dwigziis/1e1a9501-2.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9d89fb5eb70 1x)
30. mars 2023
Mikil ánægja með nýja þjónustumiðstöð UMFÍ
Stjórn Félags áhugafólk um íþróttir aldraðra (FÁÍA) heimsótti nýja þjónustumiðstöð UMFÍ í Íþróttamiðstöðinni í Reykjavík í dag.
![](/media/qr1fijpy/johanna_7_1.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9d89817d8b0 1x)
28. mars 2023
Jóhanna hjá USÚ: Ég kom af fjöllum!
„Ég er mest í því að veita öðrum viðurkenningar og bjóst þess vegna ekki við því að fá eina sjálf. Ég kom af fjöllum!“ segir Jóhanna Íris Ingólfsdóttir, formaður Ungmennasambands Úlfljóts (USÚ), þegar Sigurður Óskar Jónsson sæmdi hana starfsmerki UMFÍ á þingi sambandsins í síðustu viku.
![](/media/jxvjmfze/usah_1.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9d88eaef100 1x)
27. mars 2023
Sat í 50 ár í ritnefnd Húnavökuritsins
„Þingið gekk vel og allir fóru glaðir út,“ segir Snjólaug Jónsdóttir, formaður USAH, eftir þing sambandsins sem fram fór í síðustu viku. Fjögur gullmerki UMFÍ voru afhent á þinginu og fimm starfsmerki UMFÍ. Tveir úr ritnefnd Húnavökuritsins voru sæmdir gullmerki eftir áratuga vinnu.
![](/media/3adggqt2/hsk_2.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9d8926baae0 1x)
27. mars 2023
Þröstur sæmdur gullmerki
Þröstur Guðnason, formaður Ungmennafélagsins Ingólfs í Holtum var sæmdur gullmerki Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK) á héraðsþingi sambandsins á fimmtudag í síðustu viku. Hann hlaut jafnframt starfsmerki UMFÍ. Bjarni Jóhannsson úr Golfklúbbi Hellu var á sama tíma sæmdur starfsmerki UMFÍ fyrir stör
27. mars 2023
Hvernig tekur félagið þitt á móti börnum af erlendum uppruna?
Á miðvikudaginn fer fram námskeið um inngildingu og fjölmenningu í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Aðgangur er frír og námskeiðið opið öllum. UMFÍ hvetur þjálfara og forsvarsfólk íþróttafélaga til þátttöku.