Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

04. febrúar 2025

Ert þú næsti verkefnastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ?

UMFÍ óskar eftir að ráða verkefnastjóra Unglingalandsmóts UMFÍ í tímabundið starf. Mótið verður haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Starfið felur í sér vinnu við undirbúning og framkvæmd mótsins með öflugum hópi fólks á Austurlandi. 

03. febrúar 2025

Ráðdeild í rekstri birtist í nýjum framkvæmdastjóra

Bjarki Eiríksson var í haust ráðinn framkvæmdastjóri Ungmennafélagsins Heklu á Suðurlandi. Mikið hefur verið að gerast í félaginu, nýir samningar við samstarfsaðila gerðir og greinum fjölgað. 

28. janúar 2025

Erla: Ferðakostnaður er áskorun fyrir íþróttafólk

„Ein af okkar helstu áskorunum er ferðakostnaðurinn sem fylgir íþróttaiðkun. Það er ósanngjarnt að lið sæki um styrki og þeir fari meira og minna allir í ferðakostnað,“ segir Erla Gunnlaugsdóttir, svæðisfulltrúi annar tveggja svæðisfulltrúa íþróttahéraðanna á Austurlandi.

27. janúar 2025

Bjuggu til áfanga um störf sjálfboðaliða

„Þessi fyrsta kennslustund gekk mjög vel,“ segir Álfheiður Sverrisdóttir, svæðisfulltrúi íþróttahéraðanna á Vesturlandi. Hún og Heiðar Mar Björnsson, samstarfsfélagi hennar, hófu í síðustu viku kennslu í áfanga um störf sjálfboðaliða við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.

24. janúar 2025

Tækifæri geta falist í sameiningu félaga

Íþróttahéruð landsins eru misvirk og misburðug, sum geysistór með starfsmenn í fullu starfi en önnur ekkert starfsfólk. Þetta er á meðal þess sem fram kom í kynningu svæðisfulltrúa íþróttahéraðanna í vikunni.

22. janúar 2025

Fullt á ráðstefnu um afreksmál

Mikil ánægja var með ráðstefnu þar sem rætt var um afreksmál barna og ungmenna. Öðru fremur vilja þátttakendur á ráðstefnunni hittast oftar og fræðast meira fremur en að vera hver í sínu horni. Uppselt var á ráðstefnuna og horfðu margir á í streymi.

21. janúar 2025

Þóra: Árangur svæðisstöðvanna skýrist af samvinnu

Þóra Pétursdóttir er er í hópi sextán svæðisfulltrúa íþróttahéraðanna sem tóku til starfa á síðasta ári. Hún vinnur á Norðurlandi eystra og segir hópinn samansettan af metnaðarfullu fólki.

20. janúar 2025

Upplýsandi formannafundur HSK

Betra er að vera búinn að skrá félagið á Almannaheillaskrá Skattsins. Það eykur líkurnar á stuðningi, að sögn Helga S. Haraldssonar, varaformanns Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK). Hann var með erindi um málið á formannafundi HSK.

20. janúar 2025

Sigríður Inga: Sér aukið samstarf á milli íþróttahéraða

Sigríður Inga Viggósdóttir er í hópi sextán svæðisfulltrúa íþróttahéraðanna sem tóku til starfa á síðasta ári. Hún vinnur á Norðurlandi eystra og horfir til þess að aukið samstarf skili sér í betri íþróttahreyfingu.