Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

31. júlí 2022

Of mikil spenna á tjaldsvæðinu

Líf og fjör er á Unglingalandsmóti UMFÍ og æðisleg stemning á tjaldstæðinu. Borið hefur á að gestir mótsins hlaði bíla sína í rafmagnstenglum á tjaldsvæðinu. Slíkt er ekki æskilegt enda myndast við það mikil spenna á rafkerfinu.

31. júlí 2022

Kökuskreytingar fara fram í dag

Tímasetningar eru tilbúnar fyrir kökuskreytingar sem fram fer í dag.

31. júlí 2022

Eldgos hafið á Selfossi

Keppni í kökuskreytingum er hafin á Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi. Hvorki fleiri né færri en 246 ungmenni á aldrinum 11-18 ára taka þátt í keppninni. Ljóst er að um gríðarlega sprengingu er að ræða því aldrei hafa fleiri keppendur tekið þátt í kökuskreytingum.

31. júlí 2022

Tónleikar í kvöld og mótsslit

Unglingalandsmót UMFÍ hefur gengið afar vel um helgina og allt gengið snurðulaust fyrir sig. Gleðin hefur verið í fyrirrúmi og um 1.000 mótsgestir á aldrinum 11-18 ára skemmt sér í keppni í rúmlega tuttugu greinum ásamt foreldrum sínum. Mótinu verður slitið eftir tónleikana í kvöld.

30. júlí 2022

Allskonar tímasetningar í einstaklingsgreinum

Nokkrar einstaklingsgreinar eru á dagskrá eins og í borðtennis, rafíþróttir, hestaíþróttir, sund, stafsetning, bogfimi, biathlon og frisbígolf. Við vekjum athygli á að tímasetningar í dagskrá gilda nema annað sé tekið fram.

30. júlí 2022

Strandblak verður í allan dag - strandhandbolti á morgun

Breyting er á áður auglýstri dagskrá. Vegna gríðarlegrar góðrar skráningar í strandblak verður keppni í greininni í allan dag. Áður hafði verið auglýst að hún yrði aðeins til klukkan 18:00. Keppni í strandhandbolta verður því allan morgundaginn.

30. júlí 2022

Forseti Íslands: Unglingalandsmótið sparar ríkinu stórfé í forvörnum

„Hreyfing og keppni eru gulls ígildi en öllu má ofgera. Það bætir ekki líkama og sál ef manni finnst stöðugt að maður sé ekki í nógu góðu formi, ekki nógu grannur, að maður fari ekki eins oft og öll hin í fjallgöngur og þríþrautir, sagði forseti Íslands við setningu Unglingalandsmóts UMFÍ.

30. júlí 2022

Ásmundur Einar: Fyllist bjartsýni á Unglingalandsmóti

„Ég fyllist bjartsýni á framtíðina þegar ég horfi á þennan fríða hóp keppenda,‟ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Hann flutti ávarp við setningu Unglingalandsmót UMFÍ ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Ásmundur tekur fullan þátt í mótinu um helgina.

30. júlí 2022

Jóhann Steinar: Íþróttir auka lífsgæði fólks

„Unglingalandsmótið er liður í því að beina kastljósinu að góðum og heilbrigðum lífsstíl. Það er mjög í anda þeirra skilaboða, sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur gefið,‟ segir Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ.