Allar fréttir
20. júlí 2022
Unglingalandsmót UMFÍ: Hver er uppáhalds greinin þín?
Biathlon eða hlaupaskotfimi er ein af rúmlega 20 greinunum sem verður keppt í á Unglingalandsmóti UMFÍ um verslunarmannahelgina á Selfossi. Þátttakendur á aldrinum 15-18 ára geta keppt í hlaupaskotfiminni þar sem skotið verður af rafbyssum og sprett úr spori.
19. júlí 2022
Keppt í rafíþróttum á Unglingalandsmóti UMFÍ
„Það verður íþróttaandi á Selfossi og við trúum því að það verði til mörg vinaböndin eftir þessa helgi,“ sagði Aron Ólafsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasamtaka Íslands. Keppt verður í rafíþróttum á Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi um verslunarmannahelgina. Aron segir þetta fagnaðarefni.
19. júlí 2022
Leikum okkur á gönguferðum um landið
Göngum um Ísland er stórskemmtilegt átaksverkefni UMFÍ og visir.is í samstarfi við Optical Studio. Átakið hófst 15. júlí síðastliðinn og verður það í gangi fram að verslunarmannahelgi. Um er að ræða leik að allir sem vilja og hafa tök á geta tekið þátt í.
12. júlí 2022
Birnir, Bríet, Stuðlabandið og Jón Jónsson á Unglingalandsmóti
Það er heilmikil upplifun fyrir alla fjölskylduna að taka þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ. Þar keppa 11-18 ára í íþróttum á daginn og svo getur öll fjölskyldan farið á tónleika á tjaldsvæðinu á kvöldin – öll kvöldin sem Unglingalandsmótið stendur yfir. Á mótinu nú spila Bríet, Frikki Dór og fleiri.
06. júlí 2022
Nú geturðu skráð ykkur á Unglingalandsmót UMFÍ 2022!
Skráning er hafin á Unglingalandsmót UMFÍ sem verður samkvæmt venju um verslunarmannahelgina. Mótið verður að þessu sinni spottakorn frá höfuðborginni, á Selfossi um verslunarmannahelgina. Mótshaldari er Héraðsambandið Skarphéðinn (HSK) og Sveitarfélagið Árborg.
01. júlí 2022
Opnað fyrir skráningu á Unglingalandsmót 5. júlí
Nú er heldur betur farið að styttast í Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi um verslunarmannahelgina. Mótið hefur ekki verið haldið síðastliðin tvö ár og því mikið gleðiefni að það geti loksins farið að rúlla af stað. Opnað verður fyrir skráningu á Unglingalandsmót þriðjudaginn 5. júlí næstkomandi.
01. júlí 2022
Þorvaldsdalsskokkið er elsta óbyggðahlaup landsins
Þorvaldsdalsskokkið verður haldið á svæði Ungmennasambands Eyjafjarðar (UMSE) á morgun. Hlaupið hefur farið fram árlega síðastliðin 29 ár og er það elsta skipulagða óbyggðahlaup á Íslandi. Þorsteinn Marinósson, framkvæmdastjóri UMSE, er ánægður með þátttökuna.
28. júní 2022
Gönguleiðir eru fornleifar sem þarf að nota
„Ég byrjaði að ganga með ömmu minni þegar ég var á leikskólaaldri. Amma var mikið fyrir útiveru og hún lífgaði upp á göngurnar með sögum af landinu. Ég reyni að miðla því áfram í Wappinu,“ segir göngugarpurinn Einar Skúlason. Viðtalið við Einar birtist í nýjustu Göngubók UMFÍ sem var að koma út.
27. júní 2022
Gunnar Örn: Mikilvægt að bjóða upp á fjölbreyttar íþróttir
„Ég elska stígvélakastið…. og mótið! Þetta er allt svo ægilega gaman,“ segir skipasmiðurinn og íþróttakappinn Gunnar Örn Guðmundsson. Hann skráði sig í næstum því allar greinarnar á Landsmóti UMFÍ 50+ í Borgarnesi um helgina og átti góðu gengi að fagna í mörgum þeirra.