Allar fréttir
01. mars 2022
Embla Líf er nýr formaður Ungmennaráðs UMFÍ
Embla Líf Hallsdóttir er nýr formaður Ungmennaráðs UMFÍ og Mikael Jens Halldórsson er varaformaður þess. Nýskipað ungmennaráð fundaði í fyrsta sinn á dögunum og skipti þar með sér verkum. Stærsta verkefni Ungmennaráðs UMFÍ er skipulagning ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði.
26. febrúar 2022
Formaður UMFÍ: Íþróttahreyfingin þarf að hugsa til framtíðar fyrir alla
„Íþróttahreyfingin á að vera til fyrirmyndar. Það þýðir að við sem störfum innan hennar þurfum líka að vera fyrirmyndir. Þær fyrirmyndir hugsa ekki um eigin hag heldur hagsmuni heildarinnar,‟ sagði Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ í ávarpi við setningu þings KSÍ.
25. febrúar 2022
Öryrkjabandalagið kaupir núverandi þjónustumiðstöð UMFÍ
Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) og Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) hafa náð samkomulagi um kaup ÖBÍ á hlut UMFÍ í fasteigninni við Sigtún 42. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, og Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, skrifuðu undir samning þess efnis í Sigtúni síðdegis í dag.
18. febrúar 2022
Þingflokkkur Framsóknarflokksins fræddist um UMFÍ
Um þessar mundir er svokölluð kjördæmavika á Alþingi en þá fara alþingismenn um landið og hitta mann og annan. Þingflokkur Framsóknarflokksins heimsótti þjónustumiðstöð UMFÍ á Sauðárkróki í gær og átti skemmtilegt spjall við m.a. Ómar Braga Stefánsson, landsfulltrúa og framkvæmdastjóra móta UMFÍ.
11. febrúar 2022
Takmarkanir á skólastarfi felldar niður
Nú er að þokast til betri vegar hvað sóttvarnir og samkomutakmarkanir snertir. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum sem fela m.a. í sér að almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 manns í 200 innandyra og allar takmarkanir á skólastarfi falla niður
09. febrúar 2022
Smábæjaleikarnir sameina iðkendur fámennra bæja
Mikil ásókn er í að taka þátt í smábæjaleikum Ungmennafélagsins Hvatar á Blönduósi. Leikarnir hafa verið haldnir í 17 ár. Um 80 sjálfboðaliðar verja meirihlutanum af hverju ári í undirbúning mótsins, að sögn Erlu Ísafoldar Sigurðardóttur hjá knattspyrnudeild Hvatar.
07. febrúar 2022
Einar er nýr fjármálastjóri UMFÍ
Með ráðningu Borgfirðingsins Einars Þ Eyjólfssonar er lögð aukin áhersla á söfnun og úrvinnslu gagna við upplýsingagjöf til stjórnvalda og nýja nálgun á þjónustu við íþrótta- og ungmennafélög landsins. Einar tengist UMSB sterkum böndum og hefur þjálfað knattspyrnu bæði í Borgarnesi og í Reykjavík.
04. febrúar 2022
Þórir Haraldsson: Unglingalandsmót á Selfossi loksins aftur komið á dagskrá
„Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi er komið aftur á dagskrá. Það er auðvitað mikið lagt á sjálfboðaliða að undirbúa það í fjögur ár. Nú er þriðja tillagan hafin til að halda mótið og enginn hefur skorast undan,“ segir Þórir Haraldsson, formaður framkvæmdanefndar mótsins.
31. janúar 2022
Leiðari formanns: Áhersla á almenna þátttöku og lýðheilsu
„Á sambandsþingi okkar á Húsavík í haust var kynnt niðurstaða stefnumótunarvinnu sem hreyfingin hefur unnið að. Niðurstaða okkar var sú að hlutverk UMFÍ væri að styrkja starf sambandsaðila og aðildarfélaga þeirra ásamt því að hvetja og styðja við bætta lýðheilsu landsmanna,“ skrifar formaður UMFÍ.