Allar fréttir
04. október 2021
UMFÍ í fyrsta sinn á þingi ÍBR
UMFÍ vinnur að stefnumótun fyrir ungmennafélagshreyfinguna. Í vinnunni felst að straumlínulaga frekar þá stefnu sem er til staðar og setja færri atriði á oddinn, að sögn Jóhanns Steinars Ingimundarsonar, varaformanns UMFÍ. Hann hélt ávarp á þingi ÍBR sem fram fór um helgina.
04. október 2021
Andleg líðan ungmenna í kastljósi Forvarnardagsins
„Orkudrykkir eru ekki leiðin til að komast í gegnum daginn, við verðum þvert á móti stefnulaus og orkulítil,‟ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í ávarpi sínu á fjölmiðlafundi Forvarnardagsins 2021. Forvarnardagurinn fer fram í grunn- og framhaldsskólum landsins á miðvikudag.
28. september 2021
Jóhann Steinar sæmdur starfsmerki UMFÍ
Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, kom í óvænta heimsókn í vinnuna til Jóhanns Steinars Ingimundarsonar, varaformanns UMFÍ, á föstudag og sæmdi hann starfsmerki UMFÍ. Jóhann Steinar hefur frá unga aldri sinnt félagsstörfum fyrir Stjörnuna, verið formaður félagsins og verið í stjórn UMFÍ í fjögur ár.
23. september 2021
Ertu með góða verkefnahugmynd?
UMFÍ og ÍSÍ auglýsa eftir umsóknum frá íþróttahéruðum og íþrótta- og ungmennafélögum landsins til að standa fyrir verkefni sem hvetur börn og ungmenni af erlendum uppruna og fjölskyldur þeirra til þátttöku í skipulögðu íþróttastarfi.
22. september 2021
Ríkið styrkir íþróttastarf með COVID-úrræðum
„Stjórnvöld hafa stutt mjög vel og rausnarlega við íþróttastarfið svo þau geti haldið óbreyttri starfsemi,“ segir Kristrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Aftureldingar. Telja má að stuðningur stjórnvalda við íþróttastarf nemi rúmum fjórum milljörðum króna hið minnsta í COVID-faraldrinum.
17. september 2021
Hvaða félag hlýtur Hvatningarverðlaun UMFÍ?
Íþrótta- og ungmennafélög standa sig alltaf vel og endalaust hægt að hrósa og hampa starfi þeirra og sjálfboðaliðanna allra sem gera gott starf enn betra. En hvaða verkefnum skal hampa? Hvatningarverðlaun UMFÍ verða afhent á 52. sambandsþingi UMFÍ sem haldið verður á Húsavík 15. - 17. október.
14. september 2021
Hvernig eiga félagasamtök að bregðast við krísu?
Hvernig eiga frjáls félagasamtök að bregðast við þegar krísa kemur upp? Hvert er hlutverk stjórna og starfsmanna þeirra? Jeannie Fox, kennari við Hamlin-háskóli í Minnesota í Bandaríkjunum fjallar um krísustjórnun fyrir félagasamtök og hlutverk stjórna og starfsmanna í hádegisfyrirlestri.
14. september 2021
Allt að 1.500 mega vera á sama viðburðinum
Fjöldatakmarkanir fara úr 200 manns í 500 og á hraðprófsviðburðum verður unnt að hafa allt að 1.500 manns, samkvæmt nýjum sóttvarnarreglum sem taka gildi á morgun, miðvikudaginn 15. september 2021.
09. september 2021
Ráðherra segir félög verða að senda ofbeldismál í faglegt ferli
Mennta- og menningarmálaráðherra áréttar úrræði stjórnvalda um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs. Markmið laga um samskiptaráðgjafann er að íþrótta- og æskulýðsstarf fari fram í öruggu umhverfi og að börn, unglingar og fullorðnir geti án vandkvæða stundað íþróttir eða æskulýðsstarf.