Allar fréttir
11. janúar 2021
Allir geta sett mark sitt á Æskulýðsstefnuna
Drög að nýrri Æskulýðsstefnu til ársins 2030 hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Allir geta tekið þátt í mótun stefnunnar og sent inn umsögn um hana.
11. janúar 2021
Bjarki hjá HSV: Gleðiefni að ungt fólk getur byrjað að æfa á ný
„Nú er loks farið að birta aftur til og það er gleðiefni,“ segir Bjarki Stefánsson, framkvæmdastjóri Héraðssambands Vestfirðinga (HSV). Á miðvikudag mun íþróttastarf allra hefjast að nýju, bæði æfingar og keppni. Áhorfendur fá eftir sem áður ekki að fylgjast með æfingum og leikjum.
10. janúar 2021
Samvinna og lýðheilsa eru lykilorðin á nýju ári
Nú á nýju ári er tækifæri til að hefja skipulega vinnu og átak til að efla lýðheilsu allra Íslendinga – á öllum aldri. Slíkt átak þarf að byggjast á samvinnu ungmennafélaga- og íþróttahreyfingarinnar, skrifar Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, í pistli sínum í tilefni áramóta.
08. janúar 2021
Íþróttastarf barna og fullorðinna fer í gang að nýju
Íþróttaæfingar og annað starf barna og fullorðinna verður heimilað að nýju með og án snertingar að uppfylltum skilyrðum og leyft að keppa í íþróttum án áhorfenda. Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um tilslakanir á samkomutakmörkunum taka gildi miðvikudaginn 13. janúar næstkomandi.
08. janúar 2021
Helgi hjá Leikni: Lýst vel á að öll ungmenni geti byrjað að æfa á ný
„Mér lýst mjög vel á að öll ungmenni geti byrjað að æfa aftur. Við erum lítið félag og þurfum aðeins að senda skilaboð á iðkendur til að segja þeim tíðindin,“ segir Helgi Óttarr Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Leiknis í Reykjavík.
07. janúar 2021
UMFÍ eykur samstarf við grasrótina
Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hefur samið um tilfærslu verkefna til Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB). Samningurinn er nýstárlegur og er hann liður í því að styrkja íþróttahéruð landsins. Samningurinn kveður á um að Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri UMSB, sinni vinnunni fyrir UMFÍ.
04. janúar 2021
Nú geturðu fengið nýjasta tölublað Skinfaxa í hendurnar
Nýjasta tölublað Skinfaxa, tímarit UMFÍ, ner komið út. Það er aðgengilegt bæði á rafrænu formi og er nýkomið úr prentsmiðjunni.
31. desember 2020
UMSK styður aðildarfélög um 10 milljónir króna
„Mörg aðildarfélög okkar glíma við erfiðar aðstæður. Ungmennasamband Kjalarnesþings er ákaflega vel rekið samband. Okkur langaði því að styðja við félögin og greiða þeim sérstaka aukaúthlutun,‟ segir Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK.
28. desember 2020
Sjálfboðaliðar endurnýja skíðasvæði Mývetninga
Félagar í Ungmennafélaginu Mývetningi lögðu hönd á plóg í byrjun vetrar og hófu að gera við skíðalyftu sem hafði legið óhreyfð í fimm ár. Markmiðið er að halda upp á 20 ára afmæli lyftunnar í vor. Allt verkið er unnið í sjálfboðavinnu.