Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

15. mars 2020

Samkomubann mótar íþróttastarfið

Heppilegt er talið að gera ekki ráð fyrir því að íþróttastarf leik- og grunnskólabarna fari af stað fyrr en viku eftir að samkomubann verður sett á í kvöld. Æfingar eldri iðkenda og fullorðinna lúti ströngum skilyrðum. UMFÍ mælist til þess að allir fari að tilmælum yfirvalda gegn COVID-19 veirunni.

14. mars 2020

Mikil samstaða innan íþróttahreyfingarinnar

„Fólk er einfaldlega að vinna í því að láta púsluspilið ganga upp. Sú vinna heldur áfram um helgina,‟ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. Hún og Líney Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, hafa fundað stíft í vikunni með sambandsaðilum og Almannavörnum vegna samkomubannsins.

13. mars 2020

Samkomubann og nánari leiðbeiningar væntanlegar

Í ljósi nýrra frétta frá yfirvöldum um samkomubann sem gildir tekur á miðnætti 15. mars næstkomandi  (aðfaranótt mánudags) og á að vara í mánuð er ljóst að endurskoða þarf og takmarka starfsemi á vegum aðildarfélaga UMFÍ. Unnið er að nánari leiðbeiningum sem verða birtar í dag.

13. mars 2020

Áhrif samkomubanns á íþrótta- og æskulýðsstarf

Stjórnvöld virkjuðu í dag heimildir sóttvarnarlaga til að takmarka samkomur á Íslandi. Í þeim felst sú fordæmalausa aðgerð að takmarkanir eru settar á allar skipulagðar samkomur vegna farsóttar, þ.e. samkomubann sem tekur gildi á miðnætti á sunnudagskvöld til næstu fjögurra vikna.

11. mars 2020

Upplýsingar vegna kórónaveirunnar COVID-19

Á öllum starfsstöðvum UMFÍ;  ungmennabúðum á Laugarvatni og þjónustumiðstöðvum hefur verið gripið til viðbragða sem felast í sértækum þrifum á sameiginlegum rýmum og sótthreinsandi spritt er aðgengilegt í almenningsrýmum. Þá hafa sambandsaðilar UMFÍ gripið til ráðstafana.

06. mars 2020

Fyrirtækjaboðhlaup BYKO í fyrsta sinn í Kópavogi

„Okkur hjá BYKO finnst Íþróttaveisla UMFÍ ótrúlega jákvæður og upplífgandi viðburður. Við höfum mikla trú á að veislan styrki Kópavog og viljum gera allt til að auka hreyfingu og lýðheilsu í bænum,” segir Árni Reynir Alfreðsson, markaðsstjóri BYKO.

05. mars 2020

Algirdas, Guðmundur, Lárus og Sigurður sæmdir starfsmerki UMFÍ

Stálúlfurinn Algirdas Slapikas, Guðmundur Sigurbergsson, Lárus B. Lárusson og Sigurður Rúnar Magnússon voru sæmdir starfsmerki UMFÍ á ársþingi UMSK sem fram fór í vikunni. Jóhann Steinar Ingimundarson, sem situr í stjórn UMFÍ, sótti þing UMSK og sæmdi fjórmenningana viðurkenningunni.

04. mars 2020

Skarðsheiðarhlaup meðal keppnisgreina á Landsmóti 50+

„Undirbúningur gengur afar vel fyrir Landsmót UMFÍ 50+. Við erum reyndar á undan áætlun, búin að raða upp keppnisgreinum og sérgreinarstjórarnir eru klárir,“ segir Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri UMSB. Ein af greinum mótsins er 20 km hlaup yfir Skarðsheiði sem endar við Hreppslaug.

03. mars 2020

Petra Ruth áfram formaður Þróttar Vogum

Petra Ruth Rúnarsdóttir var endurkjörin formaður Þróttar í Vogum á aðalfundi félagsins á fimmtudag í síðustu viku. Konur eru nú í meirihluta stjórnarmanna Þrótti Vogum. Félagið ætlar sér stóra hluti á næstu árum, m.a. að sækja um Landsmót UMFÍ 50+.