Fara á efnissvæði
30. janúar 2024

Langar þig að veita viðurkenningu á þingi?

Nú fer að líða að aðalfundum og þingum sambandsaðila UMFÍ. Ýmislegt þarf að hafa í huga. Á þingum gefst tækifæri til að heiðra sjálfboðaliða hreyfingarinnar fyrir störf sín.

Gott er ef mögulegt er að tilkynna það með góðum fyrirvara og senda upplýsingar um það á umfi@umfi.is. Í skeyti til UMFÍ þarf að koma fram nafn viðkomandi og helstu rök fyrir tilnefningu. Hægt er að senda tilnefningu annars vegar um starfsmerki UMFÍ og annars vegar Gullmerki UMFÍ. Tilnefningar um starfsmerki eru teknar fyrir í framkvæmdastjórn UMFÍ en Gullmerki UMFÍ á fundi stjórnar UMFÍ.

Á vefsíðu UMFÍ geta sambandsaðilar UMFÍ nálgast eyðublað til að fylla út ef mæla á með eða tilnefna fólk til starfsmerkis UMFÍ eða aðrar heiðranir. 

Smelltu hér og náðu í eyðublað til að fylla út

Hvenær er þingið?

Auk starfsmerkja og ýmissa heiðursviðurkenninga þá er gott að upplýsa með fyrirvara um dagsetningu þinga og aðalfunda sambandsaðila.

Það væri því gott að senda upplýsingar um það á netfangið umfi@umfi.is.

 

Hvernig er aftur lottóreglan?

Í kjölfar sambandsþings UMFÍ og Íþróttaþings ÍSÍ árið 2023 þurfa sambandaðilar að skoða hvort núgildandi reglur þeirra um útgreiðslu fjármagns frá Íslenskri getspá séu í samræmi við samþykktir af áðurnefndum þingum. Ef ekki þarf að uppfæra þær.

Til áréttingar var skiptingu lottótekna til sambandsaðila (79% af lottótekjum til UMFÍ) skipt upp með eftirfarandi hætti:

  • 85% til íþróttahéraða eftir íbúafjölda 18 ára og yngri 31. desember síðastliðins árs.
  • 15% til reksturs svæðaskrifstofu íþróttahéraða.

 

Reglugerð um lottóreglur og úthlutanir má sjá á umfi.is:

 Lesa reglugerð