Fara á efnissvæði

24. nóvember 2023

Nýta jólagjöf UMFÍ og auka samstarfið

„Við erum að nýta jólagjöf UMFÍ frá í fyrra, ávísun á gott samstarf,“ segir Guðmunda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akraness (ÍA), en hún fundaði í dag í þjónustumiðstöð UMFÍ með fulltrúum þriggja annarra sambandsaðila UMFÍ á Vesturlandi um aukið samstarf félaga í landshlutanum. 

Hér á myndinni eru þær Gunnhildur Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Héraðssambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu (HSH), Jóhanna Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN), Guðmunda og Bjarney Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB).

Fyrir jólin 2022 fengu sambandsaðilar sendan glaðning í formi ávísunar og deildu nokkrir sambandsaðilar gjöfinni saman. Tilgangurinn var að hvetja þá til aukins samstarfs, sem hér er að raungerast.

Þjónustumiðstöð UMFÍ flutti í íþróttamiðstöðina við Laugardal í byrjun árs og er mjög algengt að forsvarsfólk í íþróttahreyfingunni fundi þar um mál af ýmsum toga.