Fara á efnissvæði
11. september 2023

Umhverfis- og loftslagsmál í brennidepli á Ungu fólki og lýðræði

Ekki láta ungmennaráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði fram hjá þér fara! Ráðstefnan fer fram dagana 22. – 24. september á Reykjum í Hrútafirði en þar rekur UMFÍ Skólabúðir.
 
Á ráðstefnunni er aðalumræðuefnið umhverfis- og loftlagsmál. 

Dagskráin er mjög fjölbreytt. Sævar Helgi Bragason, eða Stjörnu-Sævar eins og margir þekkja hann, verður með fræðslu fyrir þátttakendur og stýrir líka málstofu um efnið. Farið verður í hellings hópefli. Málin rædd og skoðuð út frá ólíkum sjónarhornum í þremur málstofum. Boðið verður upp á óformlegt samtal við ráðafólk, kvöldvökur og önnur skemmtilegheit.
 

Allt ungt fólk getur tekið þátt

Eins og nafnið gefur til kynna er ráðstefnan fyrir ungt fólk á aldrinum 16 – 25 ára. Ekki þarf að vera í ungmennaráði til þess að mæta heldur nóg að hafa áhuga á efninu og samvinnu við jafningja. Ráðstefnan er opin fyrir öll ungmenni á tilsettum aldri.
 
Undanfarin ár hefur þátttakendahópur ráðstefnunnar einkennst af ungmennum frá ungmennaráðum sveitarfélaga. Okkur langar til þess að ná betur og meira til ungmenna sem eru virk í íþrótta- og ungmennafélagsstarfi. Þetta er frábært tækifæri fyrir íþróttahéruð og félög til þess að auka samstarf og samskipti enn frekar við ungt fólk og/eða sem verðlaun, hvatningu og/eða þakkir fyrir gott starf innan félagsins.
 
Það væri frábært að fá þátttakendur frá þínu íþróttahéraði og/eða félagi – við allavegana hvetjum þig til þess að skoða málið.
 
 Hlekkir á upplýsingar:
 
•    Hér er að finna ráðstefnuna á Facebook 
•    Hér er að finna skráningarhlekk
•    Hér eru upplýsingar á heimasíðu UMFÍ

Skráningafrestur er til 19. september næstkomandi og því aðeins vika til stefnu. Fyrirhyggja er alltaf best og því hvetjum við til þess að bíða ekki fram á síðustu stundu með skráningu.

 

Hér eru myndir frá ráðstefnunni í fyrra.