Fara á efnissvæði

Unglingalandsmót

Fréttir

Unglingalandsmót

07. ágúst 2023

Fyrirmyndarbikarinn áfram í Vestur-Skaftafellssýslu

Þátttakendur frá Ungmennasambandi Vestur-Skaftafellssýslu (USVS) hlutur Fyrirmyndarbikarinn eftirsótta á Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fór á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Þetta er í annað árið í röð sem Fyrirmyndarbikarinn fer til USVS.

06. ágúst 2023

Metþátttaka í kökuskreytingum

Róbert Óttarsson bakarameistari stóð í ströngu með bakaradrengnum við undirbúning keppni í kökuskreytingum sem fram fer í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í dag.

06. ágúst 2023

Engin þrumuskot í blindrabolta

„Hér verða engin þrumuskot!‟ sagði íþróttakempan Karl Lúðvíksson, sem stýrði blindrafótbolta á Unglingalandsmóti UMFÍ í dag.

05. ágúst 2023

Lífið er ferðalag

„Við vitum öll hversu einfalt það er að setja undir sig haus, bölva roki og rigningu, leggjast svo bara upp í sófa og smella á næsta þátt á Netflix eða hanga í tölvunni. En slen er ekkert til að stæra sig af. Það er mun mikilvægara að finna gleðina í hreyfingu og samveru,“ segir Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ.

04. ágúst 2023

Pavel dæmir í körfu

Pavel Ermolinskij, þjálfari Íslandsmeistara Tindstóls í körfuknattleik, var dómari í keppni í körfuknattleik á Unglingalandsmóts UMFÍ á Sauðárkróki í dag. Pavel gekk í raðir Tindastóls í byrjun árs og hefur nú samið um að þjálfa meistaraflokk karla næstu tvö árin. 

04. ágúst 2023

Þúsundir skemmta sér í blíðunni á Unglingalandsmóti

„Blússandi gangur er í öllu og gestir Unglingalandsmótsins glaðir,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. Unglingalandsmót UMFÍ hófst á Sauðárkróki í gær og stendur alla verslunarmannahelgina.

03. ágúst 2023

Breyttar tímasetningar í blaki og körfubolta

Nú er fyrsti dagur Unglingalandsmóts UMFÍ á Sauðárkróki runninn upp. Mikil aðsókn er í grasblak og körfubolta á Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki. Af þeim sökum hefjast leikar í þeim greinum klukkan 8:00 í stað 9:00 á morgun, föstudag. 

02. ágúst 2023

Nú geturðu skoðað liðin á Unglingalandsmóti

Þátttakendur á Unglingalandsmóti UMFÍ geta nú skoðað lið og stöðu þeirra á mótinu ásamt því að sjá upplýsingar um tíma- og staðsetningu leikja.

02. ágúst 2023

Rástímar í golfi tilbúnir

Rástímar í golfi á Unglingalandsmóti UMFÍ um verslunarmannahelgina eru klárir.  Þeir eru aðgengilegir inni á golfbox fyrir þá sem eru með aðgang að því.  Rástímar eru líka undir liðnum golf á vefsíðu UMFÍ.