Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

13. júní 2019

18 ára og eldri geta keppt í strandblaki á Landsmóti UMFÍ 50+

Strandblak er orðin gríðarlega vinsæl grein um allt land enda fátt skemmtilegra en að skella sér í blak úti í sólinni. Strandblak er ein greinanna sem í boði eru á Landsmóti UMFÍ 50+ í Neskaupstað. Strandblakið er opin er fyrir alla 18 ára og eldri.

12. júní 2019

Fatlaðir geta skráð sig í margar greinar á Unglingalandsmóti

Nú er heldur betur farið að styttast í Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Boðið er upp á keppni í 21 grein. Íþróttir fatlaðra er á meðal flokkana í frjálsum íþróttum og sundi. Fatlaðir geta auðvitað skráð sig líka í allskonar aðrar greinar.

12. júní 2019

Viltu sjá meistarana baka pönnukökur?

Keppni í pönnukökubakstri er með vinsælli greinum á Landsmóti UMFÍ 50+. Þar er ekki bara dæmt eftir því hvernig pönnukökurnar bragðast heldur líka eftir hraða, fjölda, leikni, hreinlæti og útliti. Gríðarlegur fjöldi áhorfenda kemur til að fylgjast með keppninni. En hvaða pönnukökur eru bestar?

12. júní 2019

Lög um lýðskóla samþykkt á Alþingi

Lög um lýðskóla voru samþykkt á Alþingi í gær. UMFÍ hefur lengi haft áform um að setja lýðskóla á laggirnar á Laugarvatni og ætíð tekið þátt í umsagnarferlinu á meðan lögin voru í ferli. Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, segir lögin fagnaðarefni enda nú hægt að vinna eftir þeim.

07. júní 2019

Lýðheilsuvísarnir: Höldum áfram að gera það sem virkar

„Það eru engir töfrar. Við þurfum að gera það sem við vitum að virkar og halda því áfram,“ segir Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, um nýjustu lýðheilsuvísa Embættis landlæknis.

07. júní 2019

Börn á Ísafirði fengu verðlaun í Hreyfivikunni

„Krökkunum fannst þessi grunnskólakeppni alveg rosalega skemmtileg. Hún hefur svo jákvæð áhrif enda mikið um hreyfingu,“ segir Guðný Stefanía Stefánsdóttir. Nemendur grunnskólans á Ísafirði stóðu sig best í nýrri keppni og hlutu peningaverðlaun frá Kristal.

05. júní 2019

Jóhanna segir ferð með UMFÍ bæta tengslin innan hreyfingarinnar

„Mér fannst þetta alveg æðisleg ferð. Þarna tengdist ég öðrum í ungmennafélagshreyfingunni miklu betur en áður og fékk margar góðar hugmyndir,“ segir Jóhanna Íris Ingólfsdóttir, formaður USÚ á Höfn í Hornafirði. Hún fór í vinnuferð til Kaupmannahafnar með fjölda fulltrúa UMFÍ og fleiri.

05. júní 2019

Jens Garðar verður veislustjóri á kvöldstund á Landsmóti UMFÍ 50+

Dagskráin er alltaf að verða betri á Landsmóti UMFÍ 50+ sem fram fer í Neskaupstað dagana 28. - 30. júní. Eftir frábæran laugardag þar sem íþróttir verða í aðalhlutverki verður boðið upp á skemmtilega kvöldstund með mat og gleði allskonar. Veislustjóri verður enginn annar en Jens Garðar Helgason.

31. maí 2019

Líf og fjör í Heilsuleikskólanum Kór í Hreyfiviku UMFÍ

„Við förum alltaf í göngutúr á hverjum degi með börnin. Við förum í leiki, poppum yfir eldi og skoðum hestana með foreldrunum,“ segir Bergrún Stefánsdóttir, íþróttafræðingur í Heilsuleikskólanum Kór í Kópavogi. Nóg er um að vera í leikskólanum í Hreyfiviku UMFÍ.