Öllum flokkum

02. desember 2019
Guðmundur fékk ask og klementínu
Guðmundur L. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Fjölnis, fékk í dag loksins afhentan askinn góða. Eins og kunnugt er var Guðmundur valinn matmaður sambandsþings UMFÍ á síðasta þingi að Laugarbakka í Miðfirði í október. Guðríður Aadnegard, formaður HSK, afhenti Guðmundi askinn.

29. nóvember 2019
Hjördís Gunnlaugsdóttir: Alltaf jafn mikið ævintýri að vera sjálfboðaliði
Án fjölda sjálfboðaliða væri nær ómögulegt að halda flesta stærri viðburði UMFÍ. Sjálfboðaliðar sinna fjölbreyttum verkefnum og ganga í öll verk, stór og smá, með bros á vör. Hjördís Gunnlaugsdóttir er einn þeirra fjölmörgu sjálfboðaliða hér á landi sem vinnur á bakvið tjöldin.
20. nóvember 2019
Stórt skref fyrir þriðja geirann
„Þriðji geirinn hefur verið lítið rannsakaður. Þetta er fyrsta skrefið,“ segir Jónas Guðmundsson, formaður Almannaheilla. Á morgun verður undirrituð viljayfirlýsing stjórnvalda, Almannaheilla, samtaka þriðja geirans og Háskóla Íslands um að ganga til samstarfs um eflingu samfélagslegrar nýsköpunar.

19. nóvember 2019
Sjálfstæðar stúlkur í París
Tuttugu íslenskar stúlkur sóttu ráðstefnu um valdeflingu í París fyrr á árinu. Helsti lærdómur ferðarinnar fólst í því að efla trúna á sjálfum sér, fylgja hjartanu og fá kraftinn til að fara eigin leiðir. UMFÍ styrkti ferðina.

18. nóvember 2019
Íþróttir styrkja vinatengsl
Hvað veldur því að börn vilja halda áfram í íþróttum? Þetta skoðaði Benjamín Freyr Oddsson í lokaverkefni sínu í meistaranámi í íþróttasálfræði. Það kom honum á óvart að börnum finnst gott að stunda íþróttir til að sleppa við truflandi áhrif af símum og raftækjum.

15. nóvember 2019
Nemendur FS heimsækja UMFÍ
Nemendur á íþrótta- og lýðheilsubraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja (FS) kíktu í heimsókn ásamt kennara skólans í þjónustumiðstöð UMFÍ á dögunum. Þar fræddi Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, þau um verkefni UMFÍ og allt það sem framundan er á næsta ári.

12. nóvember 2019
Skóflustunga tekin að nýju íþróttahúsi á Framsvæðinu
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og hópur ungra iðkenda í Fram tóku skóflustungu að nýrri íþróttamiðstöð í Úlfarsárdal í dag. Viðstaddir voru auk borgarstjóra og Framaranna ungu forsvarsmenn Fram, þar á meðal Sigurður Ingi Tómasson, formaður Fram, sem hélt stutta tölu um framkvæmdirnar ásamt Degi.

08. nóvember 2019
Steini Marinós kominn aftur til UMSE
Þorsteinn Marinósson hefur snúið aftur í Eyjafjörðinn í stöðu framkvæmdastjóra Ungmennasambands Eyjafjarðar (UMSE). Ásdís Sigurðardóttir, sem gegnt hefur starfinu síðastliðin tvö ár, hefur fengið tímabundið leyfi frá störfum. Þorsteinn tekur við starfinu 15. nóvember næstkomandi.

08. nóvember 2019
Alþjóðlegur dagur gegn einelti í dag
Alþjóðlegur dagur gegn einelti er í dag, föstudaginn 8. nóvember. Þetta er níunda árið sem dagurinn er helgaður baráttunni gegn einelti. UMFÍ leggur sitt af mörkum til að bæta samfélagið með jákvæðum samskiptum með allskonar hætti og gerðist aðili að Þjóðarsáttmála gegn einelti árið 2011.