Öllum flokkum

15. janúar 2019
Auður Inga sæmd gullmerki Fimleikasambands Íslands
Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, var á uppskeruhátíð Fimleikasambands Íslands í síðustu viku sæmd gullmerki.

14. janúar 2019
Skinfaxi er stútfullur af spennandi efni
Fjórða og síðasta tölublað Skinfaxa, tímarit UMFÍ, á árinu 2018 kom úr prentun á milli jóla og nýárs og ætti að vera komið til allra áskrifenda og sambandsaðila. Blaðið er eins og alltaf stútfullt af fræðandi og skemmtilegu efni fyrir lesendur og stjórnendur innan ungmennafélagshreyfingarinnar.

04. janúar 2019
Eru íþróttir leikvangur ofbeldis?
Í tengslum við RIG 2019 standa ÍBR, ÍSÍ, Reykjavíkurborg, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Háskólinn í Reykjavík og UMFÍ fyrir ráðstefnu og málstofu um íþróttir og ofbeldi. Lilja Alfreðsdóttir setur ráðstefnuna. Þar verður fjöldi innlendra og erlendra fyrirlesara með athyglisverð erindi um málið.

03. janúar 2019
Heiðrún Fjóla og Bjarni Darri efst á blaði hjá UMFN
Júdófólk átti góðu gengi að fagna við val á Íþróttakonu og Íþróttamannsi ársins hjá Ungmennafélagi Njarðvíkur um jólin. Heiðrún Fjóla Pálsdóttir er Íþróttakona UMFN en Bjarni Darri Sigfússon Íþróttamaður UMFN.

03. janúar 2019
Gott að leyfa fólki að koma og prófa nýjar greinar
Kristján G. Sigurðsson hjá bogfimideild Skotíþróttafélags Ísafjarðar segir það skipta miklu fyrir uppgang deildarinnar að leyfa fólki að koma og prófa. Skotíþróttafélagið hlaut á dögunum hvatningarverðlaun Ísafjarðarbæjar 2018 og var áherslan á öflugt starf bogfimideildarinnar.

02. janúar 2019
Iðkendum fjölgar gríðarlega í Eyjafjarðarsveit
Eftir að sveitarfélagið hóf að styrkja æfingar fólks í heimabyggð breyttust forsendur hjá Ungmennafélaginu Samherjum. Greinum fjölgaði og auðveldara varð að fá þjálfara. Formaður félagsins segir ungmennafélagsandann skila félaginu miklu.

21. desember 2018
Gleðileg jól frá UMFÍ
UMFÍ þakkar fyrir skemmtilega samveru og frábært samstarf á árinu. Árið sem er framundan verður vonandi jafn skemmtilegt og það sem nú er senn á enda. Við höfum búið til uppskrift ársins 2019 og vonumst til að sjá ykkur öll á viðburðum UMFÍ.

19. desember 2018
Jólagjöfin er á leiðinni til þín
Það er einskær gleði sem fylgir jólalestinni þetta árið. Stjórn UMFÍ hefur nefnilega ákveðið að greiða út til sambandsaðila sérstaka aukaúthlutun upp á 16 milljónir króna sem barst frá Íslenskri getspá.

12. desember 2018
Landsmótið verður aftur í júlí 2020
Stjórn UMFÍ hefur ákveðið að Landsmótið verði haldið á nýjan leik í júlí árið 2020. Það felur í sér að í upphafi árs 2019 verður skipuð nefnd sem mun hefja undirbúning Landsmótsins. Mikil ánægja var með mótið sem haldið var á Sauðárkróki í sumar.