Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

21. júní 2023

Breytingar á dagskrá

Ákveðið hefur verið að gera þrjár breytingar á áður kynntri dagskrá Landsmóts UMFÍ 50+. Matar- og skemmtikvöldið, sem átti að vera á laugardagskvöldinu hefur verið fellt niður. Sömuleiðis fellur niður keppni í hestaíþróttum og skák.

20. júní 2023

Átak um aukna þátttöku fólks með fötlun í íþróttum

Ísland er á meðal stofnríkja verkefnis sem hefur það að markmiði að auka þátttöku fólks með fötlun í íþróttastarfi. Stofnfundur þess var haldinn á heimsleikum fatlaðra í Berlín í Þýskalandi. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hélt ávarp á stofnfundi verkefnsins.

19. júní 2023

Síðasti dagurinn til að skrá sig á Landsmót UMFÍ 50+

Síðasti dagurinn er í dag til að skrá sig á Landsmót UMFÍ 50+ sem fram fer í Stykkishólmi um næstu helgi. Ertu búin/n að skrá þig og þína? Dagskrá mótsins er fjölbreytt og því ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Mótið er jafnt fyrir 50 ára og eldri og geta 18 ára og eldri tekið þátt.

16. júní 2023

Björn og Haukur skoða þjónustumiðstöð UMFÍ

„Það var virkilega gaman að koma í heimsókn í þjónustumiðstöðina. Hún er notaleg og margt spennandi að gerast hjá UMFÍ og spennandi að fylgjast með því,“ segir Björn B. Jónsson, fyrrverandi formaður UMFÍ. Hann heimsótti þjónustumiðstöð UMFÍ á dögunum ásamt Hauki Valtýssyni, fyrrverandi formanni.

15. júní 2023

Magnús hvetur Hólmara til að láta til sín taka á landsmótinu

„Við Hólmarar eigum öflugt íþrótta- og afreksfólks á öllum aldri og ég hef fulla trú á að heimamenn láti til sín taka á mótinu,“ segir Magnús Bæringsson, tómstunda- og æskulýðsfulltrúi Stykkishólms. Eins og landsmenn vita fer Landsmót UMFÍ 50+ fram í Stykkishólmi dagana 23. – 25. júní næstkomandi.

12. júní 2023

Jón í stjórn Almannaheilla - Einar Haraldsson skoðunarmaður reikninga

Tómas Torfason er nýr formaður Almannaheilla. Töluverðar breytingar urðu á stjórn Almannaheilla í síðustu viku. Jón Aðalsteinn, starfsmaður UMFÍ tók þar sæti í stjórn fyrir hönd UMFÍ. Einar Haraldsson frá Keflavík, íþrótta- og ungmennafélagi er skoðunarmaður reikninga.

12. júní 2023

Hvaða hasar verður í gangi í Stykkishólmi?

Það verður nóg um að vera á Landsmóti UMFÍ 50+ í Stykkishólmi um Jónsmessuna. En hvað ætli gerist þar? Á mótinu í Borgarnesi í fyrra fóru tveir keppendur í göngufótbolta svolítið fram úr sér á vellinum og meiddust með þeim afleiðingum að þeir urðu að hætta leik þá hæst bar.

08. júní 2023

Gunnhildur er nýr framkvæmdastjóri HSH

„Ég er alin upp á héraðsmótum, sundmótum, á íþróttavellinum á Lýsuhóli. Þess vegna sé ég heilmikil tækifæri fyrir okkur á sambandssvæðinu,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir, sem nýverið var ráðin framkvæmdastjóri Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu (HSH).

05. júní 2023

Hitta gamla mótherja í Stykkishólmi

Landsmót UMFÍ 50+ fer fram í Stykkishólmi um Jónsmessuna. Mótið hefur verið haldið í meira en áratug og fólk yfir miðjum aldri af öllu landinu tekið þátt í fjölbreyttri íþróttakeppni og prófað ýmsar íþróttagreinar. Jóhann Steinar Ingimundarson er formaður UMFÍ og ræddi um mótið í Garðapóstinum.