Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

25. júní 2022

Hjólagarpurinn Þorsteinn heiðraður

Borgnesingurinn og hjólagarpurinn Þorsteinn Eyþórsson var heiðraður við setningu Landsmóts UMFÍ 50+ í Borgarnesi í gærkvöldi. Þorsteinn hjólaði Vestfjarðarhringinn svokallaða í sumar til styrktar Píetasamtökunum. Þorsteinn vakti mikla athygli enda kom hann hjólandi á setninguna inn í Hjálmaklett.

25. júní 2022

Bráðabani skar úr um úrslit í pútti

„Stemningin er rosalega fín og við erum mjög heppin með veður,‟ segir Flemming Jessen, sérgreinastjóri í pútti þar sem hann stóð á golfvellinum í Borgarnesi og var að ganga frá eftir keppni dagsins á Landsmóti UMFÍ 50+.

24. júní 2022

Keppni hafin í fjölmennstu greininni í Borgarnesi

Keppni hófst í morgun í boccía á Landsmóti UMFÍ 50+ í Borgarnesi. Þetta er fyrsta greinin á mótinu og sú langfjölmennasta eins og ætíð á mótunum í gegnum tíðina. Svolítið kalt er í bænum, andvari og huggulegasta veður.

24. júní 2022

Jóhann Steinar: Við verðum að halda áfram að hreyfa okkur!

„Við verðum að halda áfram, njóta lífsins og samverunnar með öðrum. Það má ekki gleyma að hreyfa sig og ekki er verra að hreyfa sig með öðrum,‟ segir Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ. Hann setti Landsmót UMFÍ 50+ við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti í Borgarnesi í kvöld.

23. júní 2022

Ómar Bragi: Sumir ætla að næla sér í gullpening

Von er á fjölda þátttakenda á á Landsmót UMFÍ 50+ í Borgarnesi um helgina. Sumir til að næla sér í gullpening en aðrir til að njóta þess að hreyfa sig með vinum sínum. „Númer eitt hjá okkur er að fólk njóti lífsins og skemmti sér,“ segir Ómar Bragi, framkvæmdastjóri móta UMFÍ.

23. júní 2022

Ísfirðingar mættir á landsmót í Borgarnesi

Þeir voru glaðir og kátir fyrstu þátttakendurnir sem komu til að ná í mótsgögnin fyrir Landsmót UMFÍ 50+ í þjónustumiðstöðina í Borgarnesi síðdegis í dag. Þeir eru frá Ísafirði og ætla flestir að keppa í boccía.

22. júní 2022

Margir gistimöguleikar í Borgarnesi

Nú er aldeilis farið að styttast í Landsmót UMFÍ 50+ sem verður haldið í Borgarnesi um helgina. Við vekjum athygli á því að eins og á fyrri Landsmótum UMFÍ 50+ þá sjá mótshaldarar ekki um að skipuleggja gistingu mótsgesta. Frábærir gistimöguleikar eru í bænum og tjaldsvæði með flottu útsýni.

22. júní 2022

Jörgen kveður UMFÍ

Margir þekkja Jörgen Nilson úr Ungmennabúðum UMFÍ á Laugum í Sælingsdal og á Laugarvatni. Hann hefur nú ákveðið að skipta um vettvang. Hann er að sýsla margt en mun m.a. vinna með Ungmennasambandi Kjalarnesþings (UMSK) sem ferðast með leikjakerru um sambandssvæðið á höfuðborgarsvæðinu í sumar.

21. júní 2022

Ánægjuvogin 2022: Mikilvægt að íþróttir séu fyrir alla

„Andleg og líkamleg heilsa er betri hjá þeim sem stunda íþróttir. Það er mikilvægt að upplýsa alla um það,“ segir Mar­grét Lilja Guðmunds­dótt­ir, sér­fræðing­ur hjá Rann­sókn­um og greiningu og kenn­ari við íþrótta­fræðideild Há­skól­ans í Reykja­vík. Hún kynnti niðurstöður Ánægjuvogarinnar í dag.