Öllum flokkum
11. maí 2022
Málþing um aukna þátttöku fólks af erlendum uppruna
Hvernig á að ná betur til fólks af erlendum uppruna og fjölga því í skipulögðu íþróttastarfi? Þessi spurning hefur aldrei verið mikilvægari en einmitt nú! Vertu með! Aukin þátttaka barna og ungmenna af erlendum uppruna í íþróttum er yfirskrift málþings sem fram fer 25. maí nk.

11. maí 2022
Skráning hafin í Boðhlaup BYKO
Búið er að opna fyrir skráningu í Boðhlaup BYKO. Hlaupið fer fram í Kópavogsdal fimmtudaginn 30. júní og markar upphaf að mótasumri UMFÍ. Búast má við gríðarlegri gleði og fjöri enda þar lögð áhersla á gleði, liðsvinnu og hlaupaánægju.

11. maí 2022
Lára Ósk er nýr formaður HSV
Lára Ósk Pétursdóttir var kosinn nýr formaður Héraðssambands Vestfirðinga (HSV) á þingi sambandsins í dag. Hún tekur við formannssembættinu af Ásgerði Þorleifsdóttur. Sigríður Láru Gunnlaugsdóttur var jafnframt afhent starfsmerki UMFÍ.

03. maí 2022
Hestamannafélagið Hörður hlaut Hvatningaverðlaun UMSK
Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ hlaut Hvatningaverðlaun Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) á þingi þess í síðustu viku. Hestamannafélagið hefur lengi haldið námskeið fyrir börn og ungmenni með fötlun eða eru með skerta getu og hafa áhuga á að umgangast hesta eða vilja kynnast hestamennsku.

29. apríl 2022
Haukur er heiðursfélagi Íþróttabandalags Akureyrar
Haukur Valtýsson, fyrrverandi formaður UMFÍ, var gerður að heiðursfélaga Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA) á 65. ársþingi bandalagsins í vikunni. „Hann á þetta svo fyllilega skilið, segir Geir Kristinn Aðalsteinsson, sem var endurkjörinn formaður á þinginu.

26. apríl 2022
Fjöldi viðurkenninga á þingi UÍA
Þorvaldur Jóhannsson var sæmdur gullmerki UMFÍ á ársþingi Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA) sem fram fór á Seyðisfirði sunnudaginn 24. apríl síðastliðinn. Á þinginu var Benedikt Jónsson endurkjörinn formaður UÍA auk þess sem stjórnin er óbreytt.

13. apríl 2022
Stjórnvöld styðja íþróttahreyfinguna um 500 milljónir
Íþróttahreyfingin fær 500 milljóna króna fjárframlag frá stjórnvöldum sem mótvægisaðgerð gegn tekjutapi af völdum heimsfaraldurs. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir stjórnvöld leggja ríka áherslu á að styðja við íþróttahreyfinguna.

12. apríl 2022
UMSE 100 ára um helgina
„Það er ekki öllum félögum gefið að ná þetta mörgum árum í starfi. Það gerist aðeins þar sem sjálfboðaliðarnir búa yfir eldmóði og hugsjónum til að styrkja samfélag sitt,“ segir Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ. Hann var viðstaddur 100 ára afmæli UMSE um helgina.

08. apríl 2022
Hjólakraftur leitar eftir samstarfi um allt land
Hjólakraftur hefur unnið að því frá árinu 2012 að koma börnum og ungmennum á hreyfingu. UMFÍ vinnur nú með Hjólakrafti að því að finna einstaklinga um allt land sem hafa unnið með ungmennafélögum og hafa áhuga á að setja saman hjólahópa þar sem áhugi er fyrir hendi.