Öllum flokkum

13. maí 2021
Viltu vinna hjá UMFÍ í sumar?
Ertu að læra ljósmyndun og langar að bæta þig sem íþróttaljósmyndari? Óvenju töluglöggur? Dreymir þig um að verða viðburðastjóri, vinna við stór mót, finnst æðislegt að vinna með börnum eða komast í sögulegu djásnin í geymsum Ungmennafélags Íslands? UMFÍ auglýsir eftir námsmönnum til starfa í sumar.

10. maí 2021
Tækifæri til að styrkja skipulagt íþróttastarf
Mikilvægt er að íþróttahreyfingin vinni saman að því að efla og samræma starfsemi íþróttahéraða á Íslandi. Þar eru tækifæri til að styrkja enn frekar skipulagt íþróttastarf um allt land, að mati Hauks Valtýssonar, formanns UMFÍ. Hann hélt ávarp á þingi ÍSÍ á föstudag.

07. maí 2021
Skinfaxi: Brakandi fersk blað með öllu því skemmtilega hjá UMFÍ
Nýjasta tölublað Skinfaxa, tímarits UMFÍ, er komið út. Blaðið er auðvitað eins og alltaf stútfullt af brakandi fersku efni um allt það skemmtilega sem er að gerast innan ungmennafélagshreyfingarinnar, ungmennafélagshreyfingarinnar, með ráðum fyrir sjálfboðaliða, stjórnendur, iðkendur og fleiri.

07. maí 2021
COVID: Tilslakanir á samkomutakmörkunum
Fjöldatakmarkanir fara úr 20 í 50 manns á mánudag, sund- baðstaðir og líkamsræktarstöðvar mega taka á móti 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, hámarksfjöldi þátttakenda í íþróttum verður 75 í hverju hólfi, samkvæmt tilslökunum heilbrigðisráðherra á samkomutakmörkunum.

04. maí 2021
Íþróttafélag Bíldælinga vaknar úr dvala
„Við erum að rétta úr kútnum eftir COVID og reksturinn í þokkalegum málum,“ segir Páll Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Héraðssambandsins Hrafna-Flóka. Þing sambandsins var haldið á dögunum. Íþróttafélag Bíldælinga er að vakna úr dvala og stefnir á vetrarstarf.

30. apríl 2021
Sérstakur frístundastyrkur framlengdur til loka júlí
Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest fyrir sérstaka frístundastyrki frá 15. apríl til 31. júlí næstkomandi. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, verkefnastjóri í félagsmálaráðuneytinu, segir þetta gert svo fólk geti nýtt þá fyrir sumarnámskeið barna sinna og fyrir íþrótta- og tómstundaræfingar.

30. apríl 2021
Ásmundur Einar: Hefjum störf hentar félagasamtökum
„Mikilvægt er að virkja sem flesta til að taka þátt í átakinu Hefjum störf. Átakið gagnast félagasamtökum afar vel,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Búið er að skrá 3.500 störf í átaksverkefninu og gera þúsund samninga um ráðningu fólks í atvinnuleit.

30. apríl 2021
Fyrsta héraðsþing HSK með fjarfundarbúnaði
„Þetta var hefðbundið þing og vel sótt. En við lögðum áherslu á að minna á Unglingalandsmótið um verslunarmannahelgina,‟ segir Engilbert Olgeirsson, framkvæmdastjóri Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK), um fyrsta héraðsþingið sem haldið var með fjarfundarbúnaði.

28. apríl 2021
Hægt að sækja um störf fyrir námsmenn í maí
Félagasamtök og íþróttafélög eru hvött til þess að sækja um störf fyrir námsmenn í sumar í nafni átaksverkefnis sem félags- og barnamálaráðherra hefur ýtt úr vör. Verkefninu er ætlað að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar. Hverjum námsmanni fylgir styrkur og fleira.