Öllum flokkum

17. febrúar 2021
Neteinelti barna algengara en fólk heldur
Sema Erla hjá Æskulýðsvettvanginum stendur fyrir námskeiði um birtingarmyndir, afleiðingar og vísbendingar um neteinelti og leiðir til að sporna gegn því. Sema segir það eina stærstu ógnina sem börn og ungmenni standa frammi fyrir í dag. Námskeiðið er á Facebook fimmtudaginn 18. nóvember.

16. febrúar 2021
Lengri frestur til að sækja styrki úr tveimur sjóðum UMFÍ
Fékkstu styrk úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ eða Umhverfissjóði UMFÍ árið 2020 og átt eftir að sækja styrkinn? Engar áhyggjur. Stjórn UMFÍ hefur ákveðið að lengja fresti til að sækja um styrki úr sjóðunum sem veittir voru í fyrra um eitt ár til viðbótar.

11. febrúar 2021
Sema hjá Æskulýðsvettvanginum: Mæta ofbeldi með fræðslu
„Stundum greina börn frá ofbeldi og þá skiptir sköpum að rétt sé brugðist við, annars er hætta á að barnið vilji ekki segja aftur frá,“ segir Sema Erla Serdar hjá Æskulýðsvettvanginum. 112-Dagurinn er í dag en þar er sjónum beint að öryggi og velferð barna og ungmenna.

10. febrúar 2021
Ásmundur Einar heimsækir þjónustumiðstöð UMFÍ
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Sóley Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, heimsóttu þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík í dag. Þar var að sjálfsögðu brugðið á leik í tilefni dagsins auk þess að ræða um eitt og annað sem tengist íþróttum.

09. febrúar 2021
Félagsmálaráðuneytið styður alla sem vilja vera með
„Við styðjum allt sem skilar sér beint út í grasrótarstarfið. Þjálfari sem þarf aðstoðarþjálfara fyrir iðkanda með sérþarfir getur sótt um styrk og líka allir aðrir sem eru með góðar hugmyndir,“ segir Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Íþróttasambands fatlaðra.

08. febrúar 2021
Dagatal um COVID-faraldurinn
COVID-faraldurinn hefur sett mark sitt á íþróttastarf í ár. Vinnumálastofnun opnaði nýverið fyrir umsóknir fyrir endurgreiðslu launakostnaðar og verktakagreiðslna til að draga úr neikvæðum áhrifum á íþróttastarfið vegna faraldursins. Hér eru dagsetningar til að styðjast við í umsóknarferlinu.

08. febrúar 2021
Nemendur við Grundaskóla fengu loksins verðlaunin frá í fyrra
Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, afhenti í morgun nemendum við Grundaskóla á Akranesi ávísun upp á 50.000 krónur sem skólinn hlaut í brenniboltaáskorun Hreyfiviku UMFÍ og Kristals í í fyrra. Stefnt er að því að gefa ÍA ávísunina til að gera fleirum kleift að stunda íþróttir.

05. febrúar 2021
Ráðherra semur við Rafíþróttasamtökin um þjálfaranámskeið í rafíþróttum
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur undirritað samning við Rafíþróttasamtök Íslands um þjálfaranámskeið í rafíþróttum fyrir fólk í atvinnuleit. Um 20 rafíþróttadeildir hafa verið stofnaðar hjá fjölda íþrótta- og ungmennafélaga síðustu misserin.

02. febrúar 2021
Birta hjá ÍBR: Við viljum fá ofbeldið upp á yfirborðið
„Fatlað íþróttafólk eru oftar þolendur kynferðislegs ofbeldis og áreitni en aðrir. Líka hinsegin og kynsegin íþróttafólk, fólk af erlendum uppruna og afreksíþróttafólk,“ segir Birta Björnsdóttir hjá ÍBR. Hún verður með erindi um ofbeldi og áreitni á RIG-ráðstefnu fimmtudaginn 4. febrúar.