Öllum flokkum

25. september 2020
Auknar ráðstafanir í íþróttahúsum á höfuðborgarsvæðinu
Áhorfendur eru óheimilir á leiki og æfingar barna og þess óskað að foreldrar og forráðamenn séu ekki viðstödd æfingar og frístundastarf barnanna. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins sendi fulltrúum sveitarfélaga í dag.

23. september 2020
Nemendur kátir í Ungmennabúðum UMFÍ
Ungmennabúðir UMFÍ á Laugarvatni eru í fullum gangi og allir kátir alla daga. Starfsemi í búðunum fer fram í samræmi við tilmæli við yfirvalda og er UMFÍ með staðfestingu frá sóttvarnalækni þess efnis.

22. september 2020
Netnámskeiðið Verndum þau 1. október næstkomandi
Mikilvægt er fyrir alla sem starfa með börnum og ungmennum að geta lesið í vísbendingar um vanrækslu eða ofbeldi. Æskulýðsvettvangurinn býður 1. október upp á netnámskeiðið Verndum þau. Þar er kennt hvernig bregðast á við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum.

18. september 2020
Óvenjulegt ársþing hjá HSK
46 manns mættu á 98. héraðsþing Héraðssambandsins Skarphéðsins (HSK) haldið var á Hvolsvelli í gær, fimmtudaginn 17. september. Fámennara héraðsþing hefur ekki verið haldið síðan árið 1959 og þingin vart styttri. Þing HSK tók aðeins klukkustund og kortér.

18. september 2020
Frímann hjá ÍBR: Styrkir til íþróttafélaga er hvatning fyrir aðra
„Styrkir Reykjavíkurborgar til íþrótta- og æskulýðsfélaga er mikil hvatning fyrir önnur sveitarfélög. Við könnuðum stöðuna hjá félögunum í apríl. En ýmislegt hefur breyst síðan þá, þannig að við þurfum að taka púlsinn aftur,“ segir Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri ÍBR.

17. september 2020
Ástþór Jón: Við þurfum fjölbreytt námsval
„Við þurfum fjölbreyttan skóla, námsval og margbreytileika. Það er ekki endilega víst að það bæti nokkuð að skera I burt valgreinar í skólum fyrir börn og ungmenni,‟ segir Ástþór Jón Ragnheiðarson, formaður Ungmennaráðs UMFÍ, í ávarpi sínu við setningu ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði.

17. september 2020
Forseti Íslands: Listin að læra af liðinni tíð
„Það sem þið takið ykkur fyrir hendur á að vera erfitt. Ef það er ekki erfitt, þá er það ekki þess virði að taka eitthvað að sér,‟ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Hann hélt ávarp við setningu ungmennaráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði sem ungmennaráð UMFÍ stendur fyrir í Hörpu.

16. september 2020
Jón í KVAN: Mikil orka í ungu fólki
„Það kemur mér alltaf á óvart hversu mörg ungmenni eru að huga að því hvernig þau geti eflt sína jákvæðu leiðtogahæfileika,‟ segir fyrirlesarinn Jón Halldórsson hjá KVAN. Hann verður með erindi á Ungu fólki og lýðræði sem fram fer í Hörpu. Forseti Íslands og borgarstjórinn setja ráðstefnuna.

16. september 2020
Soffía: Öðlast dýrmæta reynslu í Ungmennaráði UMFÍ
„Ég hef aldrei áður komið á ungmennaráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði og verður þetta fyrsta skiptið. En ég hef tekið þátt í undirbúningnum. Í Ungmennaráði UMFÍ hef ég líka öðlast reynslu sem erfitt er að fá annars staðar,“ segir Soffía Meldal Kristjánsdóttir, sem situr í Ungmennaráði UMFÍ.