Fara á efnissvæði

Skinfaxi er heilbrigðasta tímarit á Íslandi!

Fyrsta tölublað Skinfaxa 2024 er komið út. Blaðið er sprengfullt af sprikli og hugmyndum, fréttum úr íþrótta- og ungmennafélagshreyfingunni og ráðum um það sem virkar. Viltu koma fólki á hreyfingu? Siturðu á haug af gömlum farandbikurum og verðlaunum í fjórða flokki sem þú veist ekki hvað á að gera við? Þú finnur svörin og margt fleira í nýjasta tölublaði Skinfaxa. Blaðið er aðgengilegt í íþróttahúsum og sundlaugum og sent til áskrifenda. Þú getur líka lesið blaðið á umfi.is og öðrum miðlum. 

Fjölbreytt efnistök

Á meðal efnis í blaðinu: 

  • Fá sjokk yfir tölunum – Átakið Allir með
  • Kraftur í heilsueflingu eldra fólks
  • Landsmótið á Laugarvatni í lit
  • Risastórir sigrar hjá iðkendum með fötlun
  • Tvö ungmennafélög sameinuð í eitt
  • Fólk á öllum aldri spilar ringó á Bíldudal
  • Fjölbreytt framboð íþróttastarfs hjá Umf. Reykdæla
  • Fjörug í fimleikum
  • Borgin lyftir upp lýðheilsustarfi eldri borgara
  • Hamar býður upp á líkamsrækt í Hamarsporti
  • Verðmæti í heilsueflingu 60+
  • Hvetur eldra fólk til að hreyfa sig
  • Mikil ásókn í boccia á Landsmóti UMFÍ 50+
  • Mikilvæg störf í hreyfingunni
  • Skemmtilegri fundir skila sér í metþátttöku
  • Halla í Ungmennaráði UMFÍ: Tala saman á blandinavísku
  • Ekki missa af viðburðum UMFÍ í sumar
  • Vett: Frábært tól fyrir minni félög
  • Gamla myndin: Hvítbláinn afhentur í fyrsta sinn
  • Borðtennishelgi á Reyðarfirði

 

Lumarðu á umfjöllunarefni?

Ef þú vilt koma einhverju á framfæri sem á erindi við íþrótta- og ungmennafélagshreyfinguna þá er um að gera og senda okkur línu á umfi@umfi.is

Gerast áskrifandi?

Error

Sendu okkur tölvupóst á netfangið umfi@umfi.is og við græjum málið!