Fara á efnissvæði

Skinfaxi er heilbrigðasta tímarit á Íslandi!

Nýjasta tölublað Skinfaxa 2024 er komið út. Blaðið er sprengfullt af sprikli og hugmyndum, fréttum úr íþrótta- og ungmennafélagshreyfingunni og ráðum um það sem virkar. Blaðið er aðgengilegt í íþróttahúsum og sundlaugum og sent til áskrifenda. Þú getur líka lesið blaðið á umfi.is og öðrum miðlum. 

Þú getur smellt á forsíðu blaðsins hér að neðan og lesið það á umfi.is.

Lesa nýjasta blaðið.

Smelltu hér til að lesa nýjasta blaðið í símanum eða tölvunni!

Skinfaxi tölublað 3 2024

Fjölbreytt efnistök

Á meðal efnis í blaðinu: 

  • Fjárhagur íþróttafélaganna
  • Segir markaðsmál íþróttafélaga ekki unnin af fagmennsku.
  • Vinna sjálfboðaliða var einfaldari áður fyrr
  • Leita að höfundum íþróttamerkja
  • Sveinn Sampsted: Íþróttahreyfing fyrir okkur öll!
  • Sumarbúðir á Reykjum í fyrsta sinn
  • Íþróttafélagið Suðri mun blómstra sem deild í Umf. Selfoss
  • Börnin læra að takast á við sigra, áföll og að tapa
  • ALLIR MEÐ-leikarnir slógu í gegn
  • Ungmenni kusu í strætó
  • Félagasamtök mega ekki verða einsleit
  • Margt er að gerast í íþróttahreyfingunni
  • Viðtöl við sjálfboðaliða
  • Kenna fólki að vera sjálfboðaliðar
  • Tryggja tækifæri fólks til að hreyfa sig
  • Mikilvægi þess að huga að góðum samskiptum
  • Svipmyndir úr starfi UMFÍ 2024
  • Dýrmæt samvinna ÍBA og ÍBR
  • Ungmennafélagið mætir þörfum iðkenda
  • Sama fyrirkomulag á Vestfjörðum
  • Kassasmíði í starfshlaupi UMFÍ
Lumarðu á umfjöllunarefni?

Ef þú vilt koma einhverju á framfæri sem á erindi við íþrótta- og ungmennafélagshreyfinguna þá er um að gera og senda okkur línu á umfi@umfi.is eða jon@umfi.is.

Þú getur líka gerst áskrifandi að fréttabréfi UMFÍ hér að neðan. Þú getur skráð netfang þitt og fengið fréttabréf reglulega í tölvupósti.