Fara á efnissvæði

Skinfaxi er heilbrigðasta tímarit á Íslandi!

Nýjasta tölublað Skinfaxa 2025 er komið út. Blaðið er sprengfullt af sprikli og hugmyndum, fréttum úr íþrótta- og ungmennafélagshreyfingunni og ráðum um það sem virkar. Blaðið er aðgengilegt í íþróttahúsum og sundlaugum og sent til áskrifenda. Þú getur líka lesið blaðið á umfi.is og öðrum miðlum. 

Þú getur smellt á forsíðu blaðsins hér að neðan og lesið það á umfi.is.

Lesa nýjasta blaðið.

Smelltu hér til að lesa nýjasta blaðið í símanum eða tölvunni!

Skinfaxi tölublað 3 2025

Fjölbreytt efnistök

Á meðal efnis í blaðinu: 

  • Framlög og styrkir til íþróttahreyfingarinnar fyrir 1,3 milljarða.
  • Framlög um allt land.
  • Afslættir á viðburði rjúi félagslega einangrun - viðtal við Pál Ásgrím Jónsson.
  • Skúli Geirdal skrifar leiðara: Að taka þátt er að tilheyra.
  • Æfingar á prikhestum hjá Gróttu á Seltjarnarnesi.
  • Ungmennaráð kom heim með gott veganesti.
  • Framtíðarstefna í íþróttamálum rædd á fjölmennu sambandsþingi UMFÍ.
  • Almannaheillafélög eru ómissandi stoð í samfélaginu.
  • Fyrsta ár Hvatasjóðsins. 
  • Móta leiðarvísi fyrir erfiðar ákvarðanir.
  • Aðalheiður upplifði frábærar minningar á Reykjum.
  • Íþróttafélög bjóði áhugafólki að leika sér.
  • Mikil gleði framundan í Eyjafjarðarsveit. 
  • Sjálfboðaliðadagurinn. 
  • Ný stjórn UMFÍ 2025 - 2027.
  • Fjölbreytt verkefni svæðisfulltrúa.
  • Tengjast við alþjóðlegar rætur. 
  • Vilja fjölga stelpum í fótbolta. 
  • Gamla myndin: Starfsmenn UMFÍ prófa seglbretti á Rauðavatni. 
Lumarðu á umfjöllunarefni?

Ef þú vilt koma einhverju á framfæri sem á erindi við íþrótta- og ungmennafélagshreyfinguna þá er um að gera og senda okkur línu á umfi@umfi.is eða jon@umfi.is.

Þú getur líka gerst áskrifandi að fréttabréfi UMFÍ hér að neðan. Þú getur skráð netfang þitt og fengið fréttabréf reglulega í tölvupósti.