Komdu og vertu með á Landsmóti 50+
Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman. Mótið er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eldri. Þátttakendur þurfa ekki að vera skráðir í íþróttafélag, allir geta tekið þátt og á sínum forsendum. Komdu og vertu með!

Landsmót UMFÍ 50+ 2025
Landsmót UMFÍ 50+ fer fram á Siglufirði og Ólafsfirði dagana 27. - 29. júní 2025. Mótið er haldið í samstarfi við Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar (UÍF).

Greinar
Boccía - Bridds - Frjálsar íþróttir - Golf - Petanque - Píla - Pokavarp - Pönnukökubakstur - Ringó - Skotfimi - Stígvélakast - Sund.

Fréttir af Landsmóti UMFÍ 50+

13. febrúar 2025
Ljómandi spenningur fyrir Landsmóti UMFÍ 50+
„Það er ljómandi spenningur fyrir landsmótinu í sveitarfélaginu og allir orðnir spenntir enda er þetta fyrsti viðburðurinn sem við hjá UÍF stöndum fyrir,“ segir Óskar Þórðarson, formaður Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar (UÍF).

10. febrúar 2025
Landsmót UMFÍ 50+ í Eyjafjarðarsveit 2026
Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Hrafnagilshverfi í Eyjafirði sumarið 2026, samkvæmt ákvörðun stjórnar UMFÍ. Ákvörðunin byggir á tillögu Móta- og viðburðanefndar.

30. júlí 2024
Hvar verða mótin árið 2026?
Nú gefst sambandsaðilum UMFÍ og sveitarfélögum tækifæri til að setjast yfir plön til næstu tveggja ára og pæla í því að halda Unglingalandsmót UMFÍ og Landsmót UMFÍ 50+ árið 2026.
