Velkomin á Unglingalandsmót
Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina (31. júlí - 3. ágúst 2025). Mótið er íþrótta- og fjölskylduhátíð þar sem 11 - 18 ára þátttakendur reyna með sér í um 20 íþróttagreinum.
Alla daga mótsins verður boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Mótið fer fram í samstarfi við Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA) og sveitarfélagið Múlaþing.

Mótið 2025
Dagskrá Unglingalandsmóts UMFÍ 2025 á Egilsstöðum er í vinnslu. Hér eru drög að keppnisgreinum:
Bogfimi - Borðtennis - Fimleikalíf - Frisbígolf - Frjálsar íþróttir - Glíma - Golf - Grasblak - Grashandbolti - Hestaíþróttir - Hjólreiðar - Knattspyrna - Krakkahreysti - Kökuskreytingar - Körfubolti - Motocross - Píla - Skák - Stafsetning - Sund - Upplestur.
Þátttökugjald verður 9.900 krónur.

Fréttir af Unglingalandsmóti

04. febrúar 2025
Ert þú næsti verkefnastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ?
UMFÍ óskar eftir að ráða verkefnastjóra Unglingalandsmóts UMFÍ í tímabundið starf. Mótið verður haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Starfið felur í sér vinnu við undirbúning og framkvæmd mótsins með öflugum hópi fólks á Austurlandi.

07. janúar 2025
Kvittað upp á Unglingalandsmót UMFÍ
Formenn UMFÍ, UÍA og sveitarstjóri Múlaþings skrifuðu undir samning um Unglingalandsmót UMFÍ sem verður haldið á Egilsstöðum um næstu verslunarmannahelgi.

19. ágúst 2024
Forseti Íslands áfram verndari UMFÍ
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hefur tekið að sér að vera verndari Ungmennafélags Íslands. Hreyfingin þakkar innilega þann góða heiður sem forseti sýnir samtökunum.

Upplifun þátttakenda 2024
55%
45%
Kynjaskipting þátttakenda á Unglingalandsmóti 2024 var eftirfarandi
92%
92% þátttakenda fannst framkvæmd mótsins takast vel eða mjög vel
98%
98% þátttakenda myndu mæla með mótinu við aðra