Velkomin á Unglingalandsmót!
Þátttakendur þurfa að koma við í þjónustumiðstöð mótsins og sækja þátttökuarmband. Án armbands getur enginn keppt. Yngri systkini geta einnig fengið armband. Þjónustumiðstöðin er í Sláturhúsinu á fimmtudaginn frá klukkan 14:00 - 23:00. Á föstudag, laugardag og sunnudag verður hún í Egilsstaðaskóla frá klukkan 08:00 - 18:00.

Skráningu er lokið
Rúmlega þúsund þátttakendur eru skráðir í um 5.500 greinar. Á mótinu er leikið eftir Monrad kerfi í liðsíþróttum sem gengur út á sjálfvirka geturöðun. Allar upplýsingar um lið og hvar og hvenær leikir hefjast birtast á Monrad heimasíðunni. Upplýsingar um keppnisgreinar er einnig að sjá í Abler appinu. Ef þú ert með spurningu vegna skráninga er hægt að senda tölvupóst á netfangið umfi@umfi.is

Mótaskrá
Mótsskrá Unglingalandsmóts UMFÍ er komin út. Þetta er skráin sem þátttakendur og gestir Unglingalandsmótsins á Egilsstöðum geta haft gagn af að hafa í vasanum og símanum á meðan móti stendur. Í mótsskránni er dagskrá mótsins, upplýsingar um alla afþreyingu, opnar greinar sem ekki þarf að skrá sig í og alla þá viðburði sem boðið er upp á.

Mótssvæði
Hér er að sjá mynd af mótssvæðinu á Egilsstöðum. Smelltu á myndina til þess að fá hana upp stærri.
Fréttir af Unglingalandsmóti

03. ágúst 2025
Koma frá Svíþjóð á Unglingalandsmót
„Við komum til Íslands á hverju ári og það er fastur liður hjá okkur árlega að fara á Unglingalandsmót,“ segir augnlæknirinn og Skagamaðurinn Gauti Jóhannesson sem kemur með fjölskyldu sína árlega á mótið.

02. ágúst 2025
Anton fann töskuna sína
Anton kom við í þjónustumiðstöð Unglingalandsmótsins í Egilsstaðaskóla og fann þar töskuna sína sem hann hafði gleymt einhversstaðar. Allir munir í töskunni voru á sínum stað. Hefurðu týnt einhverju? Óskilamunir eru í Egilsstaðaskóla.

02. ágúst 2025
Jóhann Steinar: Galdurinn felst í því að vera með
„Við þurfum öll í sameiningu að halda áfram að fjölga leiðum inn í íþróttahreyfinguna, fyrir öll börn – óháð uppruna, bakgrunni eða færni,“ sagði Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, í ávarpi við setningu Unglingalandsmótsins.
Takk samstarfsaðilar!










Upplifun þátttakenda 2024
55%
45%
Kynjaskipting þátttakenda á Unglingalandsmóti 2024 var eftirfarandi
92%
92% þátttakenda fannst framkvæmd mótsins takast vel eða mjög vel
98%
98% þátttakenda myndu mæla með mótinu við aðra
Upplýsingar
Úrslit
Hér er hægt að skoða úrslit Unglingalandsmóta.
Um mótið
Að mörgu er að huga áður er lagt er af stað á Unglingalandsmót. Hér er að finna hagnýtar upplýsingar um mótið, keppnisgreinar, afþreyingu og mótafyrirkomulag.
Saga Unglingalandsmóts
Hér er hægt að lesa allt um sögu Unglingalandsmóts UMFÍ frá tilurð þess.
Reglugerðir og verðlaun Unglingalandsmóts
Ýmis verðlaun og heiðranir sem veittar eru í kringum Unglingalandsmót UMFÍ.