Velkomin á Unglingalandsmót
Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina (31. júlí - 3. ágúst 2025). Mótið er íþrótta- og fjölskylduhátíð þar sem 11 - 18 ára þátttakendur reyna með sér í um 20 íþróttagreinum.

Mótið 2025
Alla daga mótsins verður boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Mótið fer fram í samstarfi við Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA) og sveitarfélagið Múlaþing.
Þátttökugjald er 9.900 krónur.

Hér skráir þú þig!
Skráning er opin á Unglingalandsmót UMFÍ 2025. Með skráningargjaldi fylgir aðgangur að tjaldstæði og allri afþreyingu. Aðeins þarf að greiða sérstaklega fyrir rafmagn. UMFÍ nýtir netföng sem skráð eru við skráningu til þess að koma á framfæri upplýsingum um viðburðinn. Með skráningunni gefa þátttakendur heimild fyrir því að nýta þær myndir og myndbönd sem verða teknar á viðburðinum og nýta þær í útgáfustarfsemi UMFÍ. Með skráningu gefa þátttakendur leyfi til þess að nöfn þeirra séu birt á heimasíðu UMFÍ vegna birtingu ráslista og úrslita. Ef þú ert með spurningu er hægt að senda tölvupóst á netfangið umfi@umfi.is. Skráningafrestur er til 27. júlí.
Fréttir af Unglingalandsmóti

09. júlí 2025
Júlí og Dísa, Væb og margir fleiri á Unglingalandsmóti
Dagskrá Unglingalandsmóts UMFÍ er fjölbreytt eins og önnur ár. Alla helgina verður keppt í fjölmörgum íþróttagreinum ásamt því að þátttakendur fá tækifæri til að prófa og kynnast nýjum greinum. Auk þess er spennandi skemmti- og afþreyingardagskrá á hverjum degi. Á kvöldin verða svo tónleikar og fjör fyrir alla fjölskylduna.

02. júlí 2025
Opið fyrir skráningu á Unglingalandsmót
Opið er fyrir skráningu á Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Þetta verður heljarinnar íþrótta- og fjölskyldustuð. Unglingalandsmót UMFÍ er haldið í samstarfi við Ungmenna- og íþróttasambandi Austurlands (UÍA) og Múlaþing.

04. febrúar 2025
Ert þú næsti verkefnastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ?
UMFÍ óskar eftir að ráða verkefnastjóra Unglingalandsmóts UMFÍ í tímabundið starf. Mótið verður haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Starfið felur í sér vinnu við undirbúning og framkvæmd mótsins með öflugum hópi fólks á Austurlandi.

Upplifun þátttakenda 2024
55%
45%
Kynjaskipting þátttakenda á Unglingalandsmóti 2024 var eftirfarandi
92%
92% þátttakenda fannst framkvæmd mótsins takast vel eða mjög vel
98%
98% þátttakenda myndu mæla með mótinu við aðra
Upplýsingar
Aðildarfélög UÍA
Ungmenna- og íþróttsamband Austurlands (UÍA) býður öllum börnum og ungmennum 11-18 á sambanssvæðinu á mótið. Innifalið í boðinu er aðgangur að tjaldsvæði.
Úrslit frá Unglingalandsmóti
Hér er hægt að skoða úrslit ársins 2024.
Saga Unglingalandsmóts
Hér er hægt að lesa allt um sögu Unglingalandsmóts UMFÍ frá tilurð þess.
Reglugerðir og verðlaun Unglingalandsmóts
Ýmis verðlaun og heiðranir sem veittar eru í kringum Unglingalandsmót UMFÍ.