Hvernig sé ég liðið mitt?
Hægt er að sjá nöfn á liðum og hverjir eru skráðir í þau í Abler appinu. Svona er það gert:
- Opnaðu Abler-appið: https://www.abler.io/
- Farðu inn á prófílinn þinn.
- Þar velurðu: Markaðstorg.
- Því næst velurðu skammstöfun þína í horninu hægra megin.
- Þar velurðu: Skráningar.
- Hér velurðu: Smelltu hér til að skrá þig í greinar.
- Nú ættirðu að sjá allar greinar.
- Hafðu líka í huga að í liðskeppnum sérðu líka nafnið á liðinu. Til að sjá aðra þátttakendur í liðinu þarftu að velja táknið með mörgum hausum.
Nú ætti þetta að vera komið!
Fréttir af Unglingalandsmóti
19. ágúst 2024
Forseti Íslands áfram verndari UMFÍ
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hefur tekið að sér að vera verndari Ungmennafélags Íslands. Hreyfingin þakkar innilega þann góða heiður sem forseti sýnir samtökunum.
07. ágúst 2024
Dalamenn og Breiðfirðingar hlutu Fyrirmyndarbikar
Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út þegar tilkynnt var við slit Unglingalandsmóts UMFÍ að þátttakendur frá Ungmennasambandi Dalamanna og Norður - Breiðfirðinga (UDN) hafi hlotið Fyrirmyndarbikar UMFÍ.
04. ágúst 2024
Er í alvörunni hægt að keppa í kökuskreytingum?
„Er hægt að keppa í kökuskreytingum? Í alvöru talað? Ég væri til í að sjá þetta!“ hrópaði útvarpsmaðurinn Ingi Þór Ingibergsson, þegar hann missti sig í viðtali við Eddu Jóhannesdóttur, 13 ára úr Seljahverfinu á Næturvaktinni á Rás 2 í gærkvöldi.
Upplifun þátttakenda 2023
55%
45%
Kynjaskipting þátttakenda á Unglingalandsmóti 2023 var eftirfarandi
92%
92% þátttakenda fannst framkvæmd mótsins takast vel eða mjög vel
98%
98% þátttakenda myndu mæla með mótinu við aðra