Fara á efnissvæði

Egilsstöðum um verslunarmannahelgina 2025

Unglinga- landsmót UMFÍ

Velkomin á Unglingalandsmót!

Þátttakendur þurfa að koma við í þjónustumiðstöð mótsins og sækja þátttökuarmband. Án armbands getur enginn keppt. Yngri systkini geta einnig fengið armband. Þjónustumiðstöðin er í Sláturhúsinu á fimmtudaginn frá klukkan 14:00 - 23:00. Á föstudag, laugardag og sunnudag verður hún í Egilsstaðaskóla frá klukkan 08:00 - 18:00. 

Skráningu er lokið

Rúmlega þúsund þátttakendur eru skráðir í um 5.500 greinar. Á mótinu er leikið eftir Monrad kerfi í liðsíþróttum sem gengur út á sjálfvirka geturöðun. Allar upplýsingar um lið og hvar og hvenær leikir hefjast birtast á Monrad heimasíðunni. Upplýsingar um keppnisgreinar er einnig að sjá í Abler appinu. Ef þú ert með spurningu vegna skráninga er hægt að senda tölvupóst á netfangið umfi@umfi.is

Mótaskrá

Mótsskrá Unglingalandsmóts UMFÍ er komin út. Þetta er skráin sem þátttakendur og gestir Unglingalandsmótsins á Egilsstöðum geta haft gagn af að hafa í vasanum og símanum á meðan móti stendur. Í mótsskránni er dagskrá mótsins, upplýsingar um alla afþreyingu, opnar greinar sem ekki þarf að skrá sig í og alla þá viðburði sem boðið er upp á.

Skoða mótaskrá

Mótssvæði

Hér er að sjá mynd af mótssvæðinu á Egilsstöðum. Smelltu á myndina til þess að fá hana upp stærri. 

Takk samstarfsaðilar!

Upplifun þátttakenda 2024

55%

45%

Kynjaskipting þátttakenda á Unglingalandsmóti 2024 var eftirfarandi

92%

92% þátttakenda fannst framkvæmd mótsins takast vel eða mjög vel

98%

98% þátttakenda myndu mæla með mótinu við aðra