Hvað er Ungt fólk og lýðræði?
Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði leggur áherslu á að efla lýðræðislega þátttöku ungs fólks í leik og starfi. Þar er lögð áhersla á að einstaklingar geti styrkt sjálfsmynd sína og tekið upplýstar ákvarðanir um eigið líf og lífsstíl. Ráðstefnan hefur verið haldin árlega frá árinu 2009 og hefur því fest sig í sessi á meðal mikilvægustu viðburða fyrir ungt fólk á Íslandi. Styrktaraðili ráðstefnunnar er Erasmus+

Fyrir hverja er ráðstefnan og hvert er markmið hennar?
Eins og nafnið ber með sér er ráðstefnan fyrir ungt fólk á aldrinum 15 - 30 ára. Engin skylda er að vera í ungmennaráði eða íþróttafélagi. Allt ungt fólk á tilsettum aldri er velkomið! Markmið viðburðarins er gleði og þátttaka. Þátttakendur hljóta ýmis verkfæri og þjálfun til þess að hafa aukin áhrif á sitt eigið líf sem og sitt nærsamfélag.

