Öllum flokkum
25. maí 2018
Prófaðu Hreyfibingó í Hreyfiviku UMFÍ
Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hefur búið til Hreyfibingó sem gaman er að nota í Hreyfiviku UMFÍ sem hefst mánudaginn 28. maí og stendur til 3. júní. Hreyfibingóið er stórskemmtilegt og hentar öllum aldurshópum. Hvað finnst þér gaman að gera?
22. maí 2018
Hreyfivika UMFÍ: Gott að brjóta vinnudaginn upp með hreyfingu
Bjarney Guðrún Jónsdóttir á Vopnafirði hefur verið boðberi hreyfingar í Hreyfiviku UMFÍ í mörg ár. Hreyfivika UMFÍ verður haldin í sjöunda sinn dagana 28. maí til 3. júní nk. Bjarney mælir með því að fólk taki þátt og segir frábært að brjóta upp daginn í vinnunni og hreyfa sig með samstarfsfólki.
17. maí 2018
Einstaklega hugmyndarík ungmenni í Borgarfirði
„Nemendurnir voru duglegir og komu með flottar ábendingar og hugmyndir sem verða teknar áfram og unnið áfram með innan ungmennafélagshreyfingarinnar,“ segir Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri UMSB um Umræðupartý UMSB og UMFÍ sem haldið var í gær. Hann segir það einsdæmi að ná ungmennunum saman.
16. maí 2018
Jóhann Björn er nýr formaður HSS
„Það er hellingur framundan hjá okkur,“ segir Jóhann Björn Arngrímsson, en hann tók við sem formaður Héraðssambands Strandamanna (HSS) á ársþingi sambandsins á dögunum.
15. maí 2018
Kynning á námslínu fyrir stjórnendur í þriðja geiranum
Kynningarfundur um námslínuna Stjórnendur í í þriðja geiranum verður haldinn fimmtudaginn 17. maí kl. 9:00 í Háskólanum í Reykjavík. Námslínan „Stjórnendur í þriðja geiranum - frjáls félagasamtök og sjálfseignastofnanir“ mun svo hefja göngu sína í október.
12. maí 2018
Margir vildu prófa að skjóta af rifflum í Kringlunni
Endalaus áhugi var á rafrifflum sem voru sýndir og fólki leyft að prófa á Sportdögum í Kringlunni í dag. Gestir á Sportdögum í Kringlunni fengu að prófa að skjóta í mark með rifflunum á sérmerktri skotbraut í göngugötu Kringlunnar þar sem UMFÍ kynnti Landsmótið sem verður á Sauðárkróki í sumar.
11. maí 2018
Nýr formaður HSV: „Ég er þessi virka í foreldrafélaginu“
„Þetta verður spennandi enda búið að byggja upp ótrúlega öflugt starf hér á Ísafirði,“ segir Ásgerður Þorleifsdóttir. Hún tók við af Guðnýju Stefaníu Stefánsdóttur sem formaður Héraðssambands Vestfjarða (HSV) á ársþingi sambandsins á miðvikudag.
11. maí 2018
Hver er þín skoðun?
Þá er komið að næsta umræðupartýi UMFÍ. Að þessu sinni ferð það fram miðvikudaginn 16. maí í félagsheimilinu Logalandi, Borgarbyggð. Smelltu á lesa meira fyrir frekari upplýsingar.
09. maí 2018
Ert þú sá/sú sem við leitum að?
Ert þú tómstundaleiðbeinandinn sem við leitum að? UMFÍ leitar að hressum og orkumiklum tómstundaleiðbeinanda sem hefur áhuga á að vinna með 14 - 15 ára ungmennum í Ungmenna- og tómstundabúðum UMFÍ að Laugum í Sælingsdal.