Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

30. janúar 2018

Árborg og Hafnarfjörður skilyrða félög til að setja sér siðareglur og fræða

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, skorar á sveitarfélög landsins að skilyrða fjárveitingar til íþróttafélaga og félagasamtaka sem bjóða upp á frístundaiðkun fyrir börn og unglinga.

29. janúar 2018

Allir verða að upplifa Laugar í Sælingsdal

Nemendur í 9. bekk í Varmahlíðarskóla í Skagafirði fóru í fyrsta sinn í byrjun október 2017 í heila viku í Ungmenna- og tómstundabúðirnar á Laugum í Sælingsdal. Aðstoðarskólastjórinn segir krakkana í skýjunum eftir dvölina og er búinn að panta pláss aftur á næsta ári.

24. janúar 2018

Ungmennafélagið Fjölnir vinnur með UMFÍ og ÍSÍ að því að útiloka ofbeldi

Aðalstjórn Ungmennafélagsins Fjölnis ákvað á fundi sínum 18. janúar 2018 að lýsa yfir vilja félagsins sem stærsta íþrótta- og ungmennafélag landsins, til samstarfs við ÍSÍ, UMFÍ og ráðuneyti íþróttamála við að tryggja sem best ofbeldislausa íþróttaiðkun fyrir alla.

24. janúar 2018

Engar breytingar á Ungmennabúðum UMFÍ þrátt fyrir sölu á Laugum

Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur samþykkt tilboð félagsins Arnarlóns í ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal. UMFÍ hefur starfrækt Ungmenna- og tómustundabúðir að Laugum frá árinu 2005. UMFÍ er með samning við Dalabyggð til 2019 um rekstur búðanna. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á samningnum.

23. janúar 2018

Fleiri íþróttakonur eiga eftir að segja sögu sína

„Ég upplifi heilmikil og sterk viðbrögð frá íþróttahreyfingunni, sérsamböndum og fleirum. Þetta er bylting,“ segir Anna Soffía Víkingsdóttir um #metoo, Verklagsreglur, siðareglur og leiðir fyrir fórnarlömb ofbeldis þurfa að vera skýrari innan íþróttafélaganna, að hennar mati.

22. janúar 2018

Sema Erla: Fólk vill vita hvernig á að bregðast við ofbeldi

Það fyrsta sem Sema Erla Serdar gerði, þegar hún hóf störf hjá Æskulýðsvettvanginum, var að fara á námskeiðið Verndum þau. Námskeiðin eru fyrir þjálfara, sjálfboðaliða og starfsfólk íþrótta- og æskulýðsfélaga.

18. janúar 2018

Skúrkar reyna að svíkja milljónir af íþrótta- og ungmennafélögum

„Þetta er mikið högg fyrir litlar deildir og kemur þeim illa. Þessir skúrkar eru svakalega bíræfnir og undirbúa sig alveg ótrúlega vel áður en þeir svindla á íþróttafélögum,“ segir Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Aftureldingar í Mosfellsbæ.

17. janúar 2018

Umræðupartý UMFÍ

Þá er komið að þriðja Umræðupartýi UMFÍ. Viðburðurinn fer fram föstudaginn 2. febrúar í Egilshöllinni í Grafarvogi kl. 16.30 - 18.30. Lestu nánar um fjörið með því að smella á fréttina.

16. janúar 2018

UMFÍ kannar umfang ofbeldis innan ungmennafélagshreyfingarinnar

Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) sendi í dag stjórnendum sambandsaðila UMFÍ og aðildarfélögum þeirra ítarlegan spurningalista með það fyrir augum að kortleggja og greina umfang þeirra ofbeldisverka og áreitni sem lýst er undir myllumerkinu #metoo.