Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

29. október 2020

Sambandsráðsfundur UMFÍ í fyrsta sinn með rafrænum hætti

Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, segir viðbúið að COVID-19 muni lita allt íþrótta- og æskulýðsstarf fram á næsta ár. Sambandsráðsfundur UMFÍ fer fram síðdegis í dag. Fundurinn verður í fyrsta sinn haldinn með rafrænum hætti og munu tæplega 60 fulltrúar UMFÍ sitja hann. Kosið verður á netinu.

29. október 2020

UÍA og íþróttafélagið Höttur fá Hvatningarverðlaun UMFÍ

Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA) hlaut í dag hvatningarverðlaun UMFÍ fyrir vel heppnað nýtt íþróttahús Íþróttafélagsins Hattar á Egilsstöðum. Sprettur sporlangi afhengi Davíð Þór Sigurðarsyni, formanni Hattar, verðlaunin á rafrænum sambandsráðsfundi UMFÍ sem fram fór á Netinu í dag.

29. október 2020

Haukur Valtýsson: Búumst við því að veiran trufli okkur fram á næsta ár

„COVID-faraldurinn hefur truflað allt íþrótta- og æskulýðsstarf á árinu. Þessi veira er óútreiknanleg. En við þurfum því miður að búast við því að þessi veirufjári geti truflað líf okkar fram á næsta ár,“ segir Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ. Hann hélt ávarp á sambandsráðsfundi UMFÍ.

28. október 2020

Kolbrún hvetur fólk til að hvetja aðra

„Ég fékk hugmyndina þegar ég var að vinna úti í garði með manninum mínum í síðustu viku. Þetta er algjörlega rétti tíminn til að skora á aðra að hreyfa sig og huga að andlegu og líkamlegu heilbrigði síns og annarra,“ segir Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir, forsprakki átaksverkefnisins #HVETJA.

24. október 2020

Kári hjá Gróttu: Leikmenn biðu spenntir eftir því að æfa aftur

Leikmenn Gróttu voru orðnir spenntir fyrir því að fá að hittast aftur á parketinu. Þeir fögnuðu þegar ákveðið var á miðvikudag að æfingar meistaraflokka og afreksfólks máttu hefjast að nýju í vikunni. Kári Garðarsson hjá Gróttu bíður eftir því að sjá alla aldurshópa æfa að nýju.

21. október 2020

Æfingar meistaraflokka og afreksíþróttafólks leyfðar á höfuðborgarsvæðinu

Ákveðið var á fundi með öllum sviðsstjórum íþrótta- og tómstundasviða sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í dag (21. október) að meistaraflokkar og afreksíþróttafólk geti hafið æfingar í mannvirkjum á vegum sveitarfélaganna. Framkvæmdastjórar ÍBR og UMSK segja þetta jákvætt skref.

20. október 2020

Hrafnhild hjá ÍR: Óvissan veldur hættu á að börn hætti í skipulögðu starfi

„Þegar óvissa er um íþróttastarfið er hætta á að foreldrar dragi úr skráningu barna sinna í skipulögðu starfi. Við verðum að gæta þess að samdráttur í skipulögðu íþróttastarfi verði ekki langvarandi og að brugðist verði við eftirköstum ef þau verða,“ segir Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir hjá ÍR.

19. október 2020

Íþróttastarf í gang á höfuðborgarsvæðinu með kvöðum

Íþróttastarf getur farið í gang á nýjan leik á höfuðborgarsvæðinu fyrir snertilausar íþróttir á morgun, þriðjudaginn 20. október, samkvæmt ýmsum kvöðum. Minnisblað sóttvarnalæknis og auglýsing heilbrigðisráðherra um íþróttaiðkun er ekki samhljóða. Framkvæmdastjóri UMFÍ segir mun ekki góðan.

19. október 2020

Eysteinn hjá Breiðabliki: Mikilvægt að koma íþróttastarfi af stað aftur

Íþróttastarf hefur legið niðri á höfuðborgarsvæðinu frá 7. október síðastliðnum. Að óbreyttu hefst það að nýju á morgun, þriðjudaginn 20. október, en með ýmsum annmörkum og takmörkunum. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, segir sjaldan mikilvægara að halda úti æfingum fyrir börn.