Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

05. nóvember 2020

Knattspyrnufélagið Hörður hlaut styrk til að þýða kennsluefni á útlensku

„Við erum með erlendan þjálfara og leikmenn og gott að hafa kennsluefnið á öðrum tungumálum,“ segir Salmar Már Salmarsson, formaður Knattspyrnufélagsins Harðar á Ísafirði. Félagið hlaut styrk til að þýða kennsluefni á erlent tungumál úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ. Metupphæð var úthlutað.

04. nóvember 2020

Pannavellirnir eru á leiðinni

„Nú dreifum við gleðinni um allt land. Við erum búin að bíða mjög lengi eftir þessum pannavöllum. Þeir voru að koma. Við umpökkuðum þeim og sendum áfram til viðtakanda,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. Gleðin eru tíu pannavellir sem áttu að koma til landsins í byrjun sumars.

03. nóvember 2020

Ingvar hjá ÍBR: Við megum ekki missa börnin okkar lengi úr íþróttastarfi

Í COVID-faraldrinum hefur þurft að setja á alls konar hömlur til að minnka dreifingu veirunnar. Hömlur sem þessar geta áhrif á líf okkar allra en alvarlegast er ef börnin okkar missa af íþrótta- og tómstundastarfi í langan tíma, skrifar Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR.

02. nóvember 2020

Pössum okkur á fjársvikunum

Nú er heldur betur farið að styttast í jólin og stressið farið að aukast hjá ungmenna- og íþróttafélögum. Netsvikahrappar nýta sér álagið og eru þeir á ný byrjaðir að senda svikapósta þar sem reynt er að hafa fé af stjórnendum í ungmennafélagshreyfingunni. Nú er um að gera og hafa augun opin!

31. október 2020

Stjórnvöld kynna aðgerðir til aðstoðar íþrótta- og æskulýðsfélögum

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögur Ásmundar Einars Daðasonar og Lilju D. Alfreðsdóttur um að ráðast í umfangsmiklar aðgerðir til að koma til móts við íþrótta- og æskulýðsfélögum landsins og þeirrar röskunar sem þau hafa orðið fyrir vegna COVID-faraldursins.

31. október 2020

Sandra hjá Hamri: Gott fyrir félögin að fá stuðning

„Öll hjálp er vel þegin. Það er svo mikil óvissa. Því er gott fyrir félögin að fá allan þann stuðning sem býðst,‟ segir Sandra Björg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Hamars í Hveragerði, um aðgerðir stjórnvalda fyrir íþrótta- og æskulýðsfélög sem kynnt voru í dag.

31. október 2020

Jón Þór hjá Ármanni: Misjafnt hvenær tjónið kemur fram

Það verður því að útfæra stuðninginn með mismunandi hætti eftir deildum og greinum,‟ segir Jón Þór Ólason, framkvæmdastjóri Glímufélagsins Ármanns í Reykjavík, spurður hvernig honum lýst á aðgerðir stjórnvalda fyrir íþrótta- og æskulýðsfélög sem kynnt voru í dag.

30. október 2020

UMFÍ gefur út ítarlegt minnisblað um áhrif COVID á íþróttastarf og tillögur

Stjórnendur innan UMFÍ segja faraldurinn hafa neikvæð áhrif á íþróttastarf. Áhyggjur eru af fækkun barna í skipulögðu starfi. UMFÍ hefur af þeim sökum tekið saman minnisblað með yfirliti um áhrifin og helstu áskoranir ásamt tillögum að því sem þarf að gera. Stjórnvöld eru með tillögurnar.

30. október 2020

Íþróttastarf fellur niður og sundlaugar loka til 17. nóvember

Íþróttastarf verður óheimilt og sundlaugum lokað um allt land næstu 2-3 vikurnar eða til 17. nóvember, samkvæmt nýjum hertum sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi á miðnætti í kvöld. Forsætisráðherra segir smit í samfélaginu enn mjög mikið.