Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

13. október 2019

Elísabet, Gissur og Hallbera ný í stjórn UMFÍ

Haukur Valtýsson var sjálfkjörinn formaður UMFÍ á sambandsþingi UMFÍ í dag og aðalstjórn sömuleiðis. Þau Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir frá UDN, Gissur Jónsson frá HSK og Hallbera Eiríksdóttir frá UMSB koma ný inn í varastjórn.

12. október 2019

Hlutu Hvatningarverðlaun UMFÍ 2019

Þrír sambandsaðilar UMFÍ voru á sambandsþingi UMFÍ heiðraðir með Hvatningarverðlaunum UMFÍ fyrir gott starf. Formenn félaganna tóku við verðlaununum fyrir hönd sambandsaðilanna.

12. október 2019

Helga sæmd heiðurskrossi UMFÍ

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, fyrrverandi formaður UMFÍ, var á sambandsþingi UMFÍ 2019 í gær sæmd heiðurskrossi ungmennafélagshreyfingarinnar. Hún var jafnframt gerð að heiðursfélaga UMFÍ.

12. október 2019

Hrönn og Örn sæmd gullmerki UMFÍ

Örn Guðnason og Hrönn Jónsdóttir voru sæmd gullmerki UMFÍ á sambandsþingi UMFÍ. Þau sitja bæði í stjórn UMFÍ en gefa ekki kost á sér áfram. Hrönn er 33 ára og á meðal yngstu ungmennafélaga sem hlotið hafa gullmerki UMFÍ.

12. október 2019

Samþykkt að veita íþróttabandalögum aðild að UMFÍ

Fulltrúar sambandsaðila UMFÍ samþykktu á sambandsþingi UMFÍ síðdegis í dag með nær öllum atkvæðum umsókn íþróttabandalaga að UMFÍ. Þau íþróttabandalög sem hafa staðfest umsókn sína eru ÍBR, ÍBA og ÍA.

11. október 2019

Telur sóknarfæri felast í stækkun UMFÍ

„Eflum ungmennafélagsandann sem felst í því að efla sjálfan sig, hreyfinguna og samfélagið um leið. Ég tel framtíð hreyfingarinnar bjarta og hafa fullt erindi í samfélaginu og enn frekar ef hún stækkar,‟ sagði Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, við setningu 51. sambandsþings UMFÍ. Þingið fer fram á La

10. október 2019

Sigga Lára hjá HSV: Fólkið og félagsskapurinn stendur upp úr

Annar hlaðvarpsþáttur verkefnisins Sýnum karakter er kominn í loftið. Þar er rætt við Sigríði Láru Gunnlaugsdóttur, framkvæmdastjóra Héraðssambands Vestfirðinga - HSV.

09. október 2019

Sambandsþing UMFÍ 2019 haldið að Laugarbakka

51. sambandsþing UMFÍ verður haldið að Laugarbakka í Miðfirði dagana 11.-13. október. Sambandsþing UMFÍ er haldið annað hvert ár og er það æðsta vald í málefnum UMFÍ. Það sitja stjórn UMFÍ, fulltrúar allra sambandsaðila UMFÍ, héraðssambandanna 18 og félaganna 11 sem eru með beina aðild að UMFÍ.

09. október 2019

UMFÍ verður öflugra landssamband

Tillaga um aðild íþróttabandalaga að UMFÍ verður á dagskrá sambandsþings UMFÍ um helgina. Guðmundur Sigurbergsson, formaður vinnuhóps um aðildina, segir það stórt framfaraskref og í samræmi við stefnu UMFÍ um að allir séu með. Aðild íþróttabandalaga geti styrkt UMFÍ gríðarlega mikið.