Allar fréttir
27. mars 2020
Við eigum öll að hlýða Víði!
„Við höfum fengið vísbendingar um að íþróttafólk félaga sé að stunda íþróttaæfingar úti þrátt fyrir strangt samkomubann. Það er ekki til fyrirmyndar. segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ.
26. mars 2020
Jónas hjá Völsungi: Íþróttafélögin haldi iðkendum virkum
„Mikilvægasta hlutverk okkar er að halda iðkendum við efnið og í starfinu,“ segir Jónas Halldór Friðriksson, framkvæmdastjóri Völsungs á Húsavík. Félagið hefur fellt niður 100 skipulagðar æfingar í viku og hefur það áhrif á 600 iðkendur í skipulögðu starfi. Hann segir mikilvægt að halda áfram.
23. mars 2020
Formaður UMFÍ: Hlúum hvert að öðru og gætum þess að öðrum líði vel
„Óvissan er vissulega mikil. En við munum ná árangri þegar við erum samtaka. Um leið getum við látið okkur hlakka til að mæta aftur til leiks hjá félögum okkar um allt land þegar birtir til. Það er ungmennafélagsandinn,“ skrifar Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ til félagsmanna.
23. mars 2020
Ríkið styrkir íþróttahreyfinguna
„Það er mikilvægt að þessir fjármunir komist í umferð sem allra fyrst, svo afkoma fólks og félaga sem starfa á þessum sviðum verði betur tryggð,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
23. mars 2020
Íþróttafélög geta nýtt hlutagreiðslur
„Íþrótta- og ungmennafélög gegna veigamiklu hlutverki í íslensku samfélagi,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Samkvæmt frumvarpi hans eiga starfsmenn íþróttafélaga rétt til greiðslu bóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli atvinnurekanda vegna COVID-19.
22. mars 2020
Einar Haraldsson: Mikilvægasta að huga að börnunum og heilsu allra
Sambandsaðilar UMFÍ og aðildarfélög standa frammi fyrir ýmis konar áskorunum í starfi sínu til að draga úr útbreiðslu COVID-19 faraldursins. En hvernig er brugðist við? Hér segja nokkrir stjórnendur í íþróttahreyfingunni frá því hvað félögin eru að gera.
22. mars 2020
Skarphéðinn hjá ÍA: Hvetjum iðkendur til að vera duglega
Sambandsaðilar UMFÍ og aðildarfélög standa frammi fyrir ýmis konar áskorunum í starfi sínu til að draga úr útbreiðslu COVID-19 faraldursins. En hvernig er brugðist við? Hér segir Skarphéðinn Magnússon, yfirþjálfari yngriflokka Knattspyrnufélags ÍA, hvernig þar á bæ er brugðist við.
22. mars 2020
Lárus hjá Sindra: Þjálfarar viðhalda áhugahvöt krakkanna
Sambandsaðilar UMFÍ og aðildarfélög standa frammi fyrir ýmis konar áskorunum í starfi sínu til að draga úr útbreiðslu COVID-19 faraldursins. En hvernig er brugðist við? Hér segir Lárus Páll Pálsson, framkvæmdastjóri Ungmennafélagsins Sindra, á Höfn í Hornafirði frá því hvernig félagið bregst við.
22. mars 2020
Sigurður hjá UMSB: Hugsa í lausnum og færa athyglina á það jákvæða
Sambandsaðilar UMFÍ og aðildarfélög standa frammi fyrir ýmis konar áskorunum í starfi sínu til að draga úr útbreiðslu COVID-19 faraldursins. En hvernig er brugðist við? Hér segir Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB), frá því hvernig brugðist er við þar á bæ.